Þriðjudagur 25. júní, 2024
11.1 C
Reykjavik

Árni Johnsen bjargaði fjórum börnum frá drukknun: „Aldrei hlotið viðurkenningu fyrir afrek sín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni J. Johnsen, afi hins þekkta blaða- og alþinigismanns, Árna Johnsen, var sannkölluð hetja. Ekki bjargaði hann einu barni frá drukknun í Vestmannaeyjum, heldur fjórum, yfir nokkurra ára tímabil. Alls bjargaði hann átta manns frá drukknun um ævina.

Bæjarblaðið Þór, Vestmanneyjum skrifaði um afrek Árna og var hneikslast á því að maðurinn hafi aldrei fengið nokkra viðurkenningu fyrir lífsbjargirnar. Í blaðinu er sagt frá því að barn hafi fallið í sjóinn, 25. september árið 1924 og að Árni J. hafi gert sér lítið fyrir og kastað sér á eftir barninu og bjargað því frá drukknun. Segir að þetta hafi verið í fjórða skiptið sem Árni bjargaði börnum frá drukknun. Alls bjargaði Árni átta mönnum frá drukknun á ævinni en hann lést árið 1963.

Hér má lesa skrifin í Þór frá árinu 1924, í óbreyttri mynd:

Vel gert. 25. þ. m, fjell barn í sjóinn af bæjarbryggjunni. Nærstaddur var þar Árni J. Johnsen kastaði sjer á eftir barninu og bjargaði því frá druknun. þetta er fjórða skiftið sem Árni J. Johnsen bjargar börnum á þennan hátt. 1913 6. janúar bjargaði hann barni Sveins Scheving, 1. júní 1915 bjargaði hann barni Antoníusar Baldvinssonar og öðru barni sama manns 21. júní 1919. Aldrei hefir Árni hlotið opinbera viðurkenningu fyrir þessi afrek sin og er það hneyksli, því hvar sem verið hefði annars staðar hefði maðurinn verið búinn að fá opinberlega viðurkenningu stjórnarvaldanna og jafnvel verðlaun úr Carnegie-sjóðnum. Hr. Árni J. Johnsen sækir nú um hafnarvarðarstöðuna og væri það ekki nema makleg viðurkenning frá bæjarins hendl, að honum yrði veitt staðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -