Miðvikudagur 26. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Átján ára seglbrettamaður lést við köfun – Stefndi á Ólympíuleikana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jackson James „J.J.“ Rice, bandarískur seglbrettamaður sem stefndi á ólympíuleikana, lést í köfunarslysi við strendur Tonga (áður Vináttueyjar), en faðir hans, Darren Rice, staðfesti fregnirnar. J.J. var einungis 18 ára gamall.

J.J. var fríköfun frá báti 15. júní þegar hann lést en talið er að hann hafi misst meðvitund í grunnu vatninu (e. shallow water blackout), samkvæmt föður hans. Að sögn föðursins fannst lík hans á hafsbotni undir bátnum af öðrum köfurum en tilraunir til að endurlífga hann mistókust.

Hinn efnilegi íþróttamaður fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í eyjaklasanum Ha’apai, á Tonga en faðir hans og móðir, Nina Rice, eiga Matafonua Island Lodge gistiheimilið og veitingastaðinn. J.J. sem var með tongóskan ríkisborgararétt, keppti fyrir hönd landsins í seglbrettaíþróttinni á alþjóðlegum mótum í gegnum árin. Hafði hann vonast til að komast á Ólympíuleikana í París 2024.

Systir J.J., Lily Rice skrifaði nokkur orð á samfélagsmiðlana eftir að andlátið bar að:

„Ég var blessuð með ótrúlegasta bróður í öllum heiminum og það er sárt að þurfa að segja að hann sé látinn,“ skrifaði hún á Facebook. „Hann var ótrúlegur seglbrettamaður og hann hefði komist á Ólympíuleikana og endað með stóra glansandi medalíu … hann eignaðist svo marga ótrúlega vini um allan heim.

Hún hélt áfram, „Ég mun reyna mitt besta til að nota það sem hann kenndi mér til að vera jafnvel bara pínulítið eins ótrúleg og hann var. Síðast þegar ég sá hann gaf hann mér stórt faðmlag og ég vildi að ég hefði haldið í lengur.“

Samkvæmt Matangi Tonga fréttamiðlinum, minntist Darren, faðir J.J. þau skipti þegar sonur hans hafði á óeigingjarnan hátt lagt sig í lífshættu til að bjarga öðrum – fyrst þegar hann var 15 ára en þá synti hann út til að bjarga farþegum um borð í ferju sem hvolfdi undan Faleloa árið 2021, og aftur þegar hann synti út til að bjarga og koma í land tveimur stúlkum sem höfðu sópast af sandrifi út á sjó.

- Auglýsing -

Í maí keppti J.J. á Last Chance Reggata-keppninni í Hyères, Frakklandi þar sem hann vonaðist til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum 2024. Fréttir herma að J.J. hafi verið að undirbúa þátttöku á Ólympíuleikunum í ár, en í kjölfar keppninnar skrifaði hinn 18 ára gamli afreksmaður á Instagram að vonirnar um Olympíuleikana í þetta skiptið, væri lokið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -