Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segir lögregluna hafa stækkað leitina á Tenerife: „Við höldum enn í von um að hann sé á lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir hins 19 ára Jay Slater, sem hvarf á Tenerife fyrir sex dögum síðan, segir að spænska lögreglan hafi gefið í við leitina að syni hennar.

Sjá einnig: Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

Í dag eru leitarhópar, lögreglan og slökkviliðsmenn að kemba stórar part af dalnum þar sem Jay sást síðast, með hjálp leitarhunda.

Móðirin, Debbie Duncan sagði The Guardian að hún hefði verið átta klukkustundir á lögreglustöðinni í gær þar sem lögreglan útskýrði leit sína skref fyrir skref, af hinum unga múraralærlingi frá Lancas-skíri. „Ég held að gefið hefur verið í við leitina,“ sagði hún, sem hún sagði vera „það rétta“ í stöðunni.

Duncan, sem flaug til Tenerife á þriðjudaginn, daginn eftir að Jay hvarf, segist enn trúa að „eitthvað óviðeigandi“ gæti hafa komið fyrir son hennar, og að lögreglan segist „rannsaka allar vísbendingar“.

Í dag var lögreglan stödd í AirBnB-húsnæðinu þar sem Jay heimsótti áður en hann hvarf. Lögreglan sást einnig nærri húsi nokkru lengra í dalnum, nærri pálmatré þar sem sími Jay tengdist síðast við símamastur, en það er síðasta þekkta staðsetning drengsins.

Lögreglan við sveitaþorpið í dag.

Á föstudag sögðust björgunarmenn vera að einbeita sér að 30 kílómetra svæði og þá sérstaklega og að göngustígum í dalnum umhverfis sveitaþorpið Masca, auk tveggja gilja.

- Auglýsing -

Þar sem Slater hefur nú verið saknað í næstum viku halda sögusagnir og samsæriskenningar um hvarf hans áfram að birtast á netinu, þar sem „gervisérfræðingar“ á samfélagsmiðlum eru að spekúlera, þar á meðal á TikTok og á Facebook.

Stjórnandi opinberrar Facebook-síðu sem sett var upp til að finna hann, Rach Louise Harg, sagði í færslu á síðunni að einhver hefði skráð sig inn á Instagram reikning Slater sem væri ekki hann.

Móðir Jay sagði að lögreglan á Spáni hefði áhyggjur af „hávaðinn“ í kringum málið gæti haft neikvæð áhrif á leitina.

- Auglýsing -

„Þeir hafa í raun sagt að það sé of mikill hávaði, sem hefur áhrif,“ sagði hún. „Þeir hafa allar áætlanir, staðsetningar sínar. Þeir hafa fengið þetta kort sem þeir voru að sýna okkur, með mismunandi litum.

Duncan sagði frá símtölum frá fjölskyldunni til bresku lögreglunnar um að hún myndi fljúga til Tenerife til að taka þátt í leitinni. En í gærkvöldi sagði lögreglustjórinn í Lanca-skíri í yfirlýsingu, að tilboði þeirra um hjálp hefði verið hafnað af spænskum starfsbræðrum þeirra.

„Við höfum átt í tungumálaveseni,“ sagði Duncan. „Það er erfitt með alla spænsku lögregluna og bresku lögregluna, þeir verða að láta spænsku lögregluna sjá um rannsóknina, en ég vil að einhver komi hingað.

Lögreglan í Lanca-skíri sagði að sérfræðingar frá lögreglunni héldu áfram aðstoð sinni við fjölskylduna.

„Þó að þetta mál falli utan lögsögu breskrar löggæslu höfum við boðið Guardia Civil stuðning til að sjá hvort þeir þurfi einhver viðbótarúrræði,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

„Þeir hafa staðfest að á þessum tíma eru þeir ánægðir með þau úrræði sem þeir hafa, en það tilboð er enn opið og þeir munu hafa samband við okkur ef sú staða breytist.“

Á föstudag sögðust leitarhópar í Rural De Teno náttúrugarðinum ekki hafa gefið upp vonina um að finna Slater á lífi. Þeir sögðu að leitin beindist að þremur aðskildum svæðum sem ná yfir 30 ferkílómetra vegalengd.

„Við höldum enn í von um að hann sé á lífi, allt til síðustu stundar þegar síðasta vonin er úti,“ sagði einn björgunarmaðurinn. „Sannleikurinn er sá að við erum svolítið svekktur vegna þess að við finnum hann ekki. Þetta svæði er svo stórt og það er mjög erfitt að leita á svona bröttu svæði. En við gerum allt sem við getum.“

„Við höfum ekki fundið neitt, við höfum kembt alla þessa slóð, við höfum verið upp og niður en hingað til, ekkert.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -