Föstudagur 3. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

75 prósent lesenda Mannlífs vilja banna margra vikna frí grunnskólabarna á skólatíma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað í samfélaginu um að börn í grunnskólum landsins hafi í auknum mæli farið í margra vikna frí með foreldrum sínum á skólatíma. Telja margir kennarar og skólastjórnendur að um nýtt vandamál sé að ræða og þurfi að takast á við það sem fyrst.

„Nám er samstarfsverkefni heimilis og skóla og það á einnig við þegar kemur að þætti eins og fjarveru sem þessari. Sérstaklega þarf að horfa til hver staða hvers einstaklings er og gera allt sem hægt er til að lágmarka það rof sem kemur á námi vegna þessa. Hér á við nám á öllum skólastigum og á öllum aldri, ekkert síður á unglingastigi grunnskólanna eða á framhaldsskólastigi,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og fyrrverandi skólastjóri, í viðtali við Mannlíf um málið.

Þá hefur verið bent á að í grunnskólalögum er skólastjóra hvers og eins skóla leyft að ákveða allar leyfisveitingar barna án nokkra viðmiða og því getur verið mikill munur á leyfisveitingu hvers og eins skóla.

Mannlíf spurði í gær hvort að leyfa ætti grunnskólabörnum að fara í margra vikna frí á skólatíma. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi en aðeins 25% telja að leyfa eigi slík frí meðan tæplega 75% þeirra sem kusu telja að það eigi ekki að gefa grænt ljós á slík leyfi.

Á leyfa grunnskólabörnum að fara í margra vikna frí á skólatíma?

Nei
74.53%
25.47%

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -