Miðvikudagur 26. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Dagur svarar Hildi fullum fetum: „Ég vinn frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson skýtur föstum skotum á Sjálfstæðisflokkinn í borginni í nýrri Facebook-færslu.

Morgunblaðið gerði frétt í morgun þar sem fram kemur að borgastjóraskiptin í upphafi árs, hafi kostað borgarsjóð 25 milljónir króna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagðist ætla að krefjast frekari útskýringa á málinu:

„Ef í ljós kem­ur að Dag­ur hef­ur fengið full borg­ar­stjóra­laun greidd, ofan á laun for­manns borg­ar­ráðs, lít ég það mjög al­var­leg­um aug­um. Ekki síst þar sem málið kom aldrei til kynn­ing­ar í borg­ar­ráði og var laumað gegn­um borg­ar­stjórn í gagnapakka sem ekki var sér­stak­lega til umræðu né kynn­ing­ar.“ Þetta sagði Hildur í samtali við mbl.is.

Þessu svarar Dagur B. í færslu á Facebook og segir það óþarfa að gefa í skyn að hann sé á tvöföldum launum. Í raun sé hann að vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum. Notar hann svo tækifærið og skýtur bylmingsfast á Sjálfstæðisflokkinn. Hér má sjá færslu borgarstjórans fyrrverandi:

„Alveg finnst mér einstakur óþarfi af Hildi Björnsdóttur og Mogganum að gefa til kynna að ég sé á tvöföldum launum þann tíma sem ég er á biðlaunum sem borgarstjóri. Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -