Þriðjudagur 25. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Mótmæla brottvísun 11 ára drengs með alvarlega vöðvarýrnun: „Mál upp á líf og dauða fyrir Yazan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Boðað hefur verið til mótmæla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar 11 ára drengs, sem greindur er með alvarlega vöðvarýrnun. Drengurinn er á flótta frá Palestínu.

Samtökin No Borders og fólkið sem stóð fyrir Samstöðutjaldinu á Austurvelli í byrjun árs standa fyrir mótmælum á sunnudag klukkan 15:00 á Austurvelli. Fyrirhuguð er brottvísun hins 11 ára gamla Yazan, sem er hér á landi á flótta frá hryllingnum á Gaza. Yazan er greindur með Duchenne vöðvarýrnun, sem er einn alvarlegasti arfgengi sjúkdómurinn af þessari gerð.

Í lýsingu á mótmælaviðburðinum á Facebook segir eftir farandi:

„Þrátt fyrir yfirgnæfandi læknisfræðileg gögn sem sýna fram á alvarleika sjúkdóms Yazan og hversu lífshættuleg brottvísun getur verið honum, þá hefur Kærunefnd útlendingamála vísað máli Yazan frá og endanlega neitað honum um vernd á Íslandi.

Til stendur að brottvísa Yazan og fjölskyldu í júlí. Viljum við sem samfélag vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs?!
Mætum öll! Brottvísanir eru ofbeldi!“
Þá er þar einnig frekari lýsing á Yazan:
„BROTTVÍSUN ÓGNAR LÍFI YAZAN:
Yazan er 11 ára drengur sem er greindur með Duchenne vöðvarýrnun, en Duchenne er einn alvarlegasti arfgengi vöðvarýrnunarsjúkdómurinn. Sjúkdómurinn er hrörnunarsjúkdómur þar sem allir megin vöðvar líkamans smám saman rýrna, þar á meðal hjarta- og öndunarvöðvar. Lífslíkur þeirra með sjúkdóminn eru verulega skertar en án þjónustu er meðalaldur í kringum 19 ár. Sjúkdómurinn krefst stöðugrar umönnunar og er aðgangur að sérhæfðri læknisþjónustu nauðsynlegur til að lengja lífslíkur sem mest.
Með því að vera brottvísað til Spánar, lands sem fjölskyldan hefur aldrei dvalið í, gæti orðið hlé á þjónustu í allt að 18 mánuði. „18 mánuðir án meðferðar munu valda óafturkræfum skaða sem mun verulega minnka lífsgæði drengsins og stytta líf hans,“ segir helsti sérfræðingur Íslands í Duchenne. Þar að auki gerir hvert einasta áfall geri sjúkdóminn verri og slíkur skaði er kominn til að vera, en sjúkdómurinn gengur ekki til baka.
Yazan og foreldrar hans flúðu heimili sitt í Palestínu í leit að skjóli og öryggi á Íslandi fyrir ári síðan. Frá komu þeirra hafa þau orðið hluti af samfélagi okkar og lagt sitt af mörkum þrátt fyrir að standa frammi fyrir fjölmörgum hindrunum. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann ekki aðgang að almennilegri læknisþjónustu né fékk að taka þátt í skóla- og frístundastarfi.

Að veita honum vernd hérlendis er ekki aðeins aðkallandi mannúðarskylda heldur einnig mál upp á líf og dauða fyrir Yazan. Stuðningskerfin og læknishjálpin sem er í boði á Íslandi er lífsnauðsynleg fyrir Yazan og hans heilsu. Með því að rífa Yazan upp úr núverandi umhverfi sínu og taka af honum viðeigandi læknisaðstoð og stuðning, er ekki einungis verið að svipta hann þeim stöðugleika sem hann nauðsynlega þarf til að lifa bærilegu lífi heldur er verið að ógna lífi hans og dæma hann til óþarfa þjáninga og erfiðleika.

Duchenne samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Einstök börn, ÖBÍ réttindasamtök, Réttur barna á flótta og Tabú hafa einnig fordæmt áform stjórnvalda um að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans.
Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -