Þriðjudagur 25. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Óskar Hrafn að taka við KR – Gregg Ryder látinn fara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjálfarinn, knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var nýverið ráðinn til starfa hjá KR; ekki sem knattspyrnuþjálfari:

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram. Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar. Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.“

En nú er staðan önnur. KR hefur ekki gengið nægilega vel undir stjórn þjálfarans Gregg Ryders er tók við liðinu eftir síðasta tímabil.

Gregg Ryder.

Eftir að Óskar Hrafn hætti óvænt þjálfun í Noregi sneri hann strax aftur til síns uppeldisfélags; strax var rætt um að Óskar Hrafn tæki við liðinu af Gregg Ryder, enda vandfundinn eins eftirsóttur íslenskur þjálfari og Óskar Hrafn.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er þessa stundina verið að ganga frá samningi Óskars Hrafns við KR; að hann taki við þjálfun liðsins mjög fljótlega. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -