Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ragnheiður slasaðist illa fyrir sex árum: „Seinustu sex árin hafa vægast sagt verið hryllingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnheiður Pétursdóttir hefur haft það mjög erfitt síðustu sex árin en hún hefur verið búsett í Danmörku síðan 2004. Ragnheiður slasaðist illa í vinnunni árið 2018 en hefur síðan þurft að heyja baráttu við danska heilbrigðiskerfið.

„Seinustu sex árin hafa vægast sagt verið hryllingur. Ég slasaðist í vinnunni í maí 2018. Ég hrasaði og afleiðingar þess hafa verið ofboðslega erfiðar. Í janúar fékk ég loksins endanlega greiningu eftir nær 6 ára baráttu við heilbrigðiskerfið hér í Danmörku,“ segir Ragnheiður í viðtali við Mannlíf og útskýrir svo hvað hrjáir hana:

„Ég er með það sem heitir Cranio cervical instability og atlanto axial instability CCI/AAI. Hægra axlar liðbandið sem heldur efstu liðunum á réttum stað er eyðilagt ásamt fleiru. Greininguna fékk ég hjá virtum taugaskurðlækni á Spáni.“

Ragnheiður segir að kostnaðurinn hafi verið gríðarlega mikill en enga hjálp er að finna fyrir hana í danska heilbrigðiskerfinu. „Bara á þessu ári er kostnaður við skannanir, lækna og sjúkraþjálfara langt yfir 3 milljónum íslenskra króna. Ég fæ enga hjálp í danska heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir ótal margar skannanir og skýrslur frá hátt metnum sérfræðingum í Evrópu vill kerfið hérna ekki samþykkja að ég hafi slasast svona alvarlega. Ég á það á hættu að lamast eða missa lífið vegna þess að liðirnir er lausir. Þetta hefur áhrif á allt taugakerfið og heilastofninn.“

Segir Ragnheiður að baráttan við tryggingakerfið hafi einnig verið afar erfið.

„Ég er mjög illa farin eftir ranga meðhöndlun, vöntun á meðhöndlun, vöntun á að viðurkenningu á alvarlegum skaða. Þetta hefur verið hræðilega erfið barátta við tryggingakerfi, þrátt fyrir að þetta er vinnuslys og èg var vel tryggð hef èg fengið samtals 0 krónur út úr þeim. Heilbrigðiskerfið hefur gjörsamlega brugðist mér. Ég hef staðið í ströngu við að ná því að komast á örorku sem og að fá viðeigandi hjálp hér heima sem og hjálpartæki.“

- Auglýsing -

Vegna ástandins hefur hún að mestu haldið sig heima og það rúmliggjandi að mestu.

„Ég er mest megnis föst hér heima, oftast rúmliggjandi, á erfitt með að nota hendurnar, er óstöðug á fótum. Taugatruflanir, svimi, skert heilastarfsemi, sjónin er flöktandi, yfirlið, verkir, hjartsláttartruflanir og erfiðleikar með öndun. Þetta ástand er og hefur verið hreinn hryllingur að ganga í gegnum, ekki bara fyrir mig heldur líka manninn minn og son minn sem er í dag 12 ára. “

Segir Ragnheiður að ótrúlegt sé að hún haldi enn geðheilsu enda hafi hún verið beitt rosalegu óréttlæti.

- Auglýsing -

„Ég á auðveldara með að tala enn að skrifa. Ég hef verið beitt þvílíku óréttlæti og oft verið mikil gaslýsing í gangi. Og það er með ólíkindum að èg hef haldið geðheilsu í þessu ömurlega og erfiða ferli.“

Í dag stendur Ragnheiður frammi fyrir erfiðri ákvörðun en möguleiki er á einhvers konar bata fyrir hana en áhættan er mikil.

„Ég er í augnablikinu að búa mig undir að taka ákvörðun um hvort èg láti skera mig eða ekki. Erfið ákvörðun bæði vegna áhættu í aðgerð, afleiðingum eftir aðgerðina og ekki minnst þarf ég sjálf að finna fjármagnið sem verður langt yfir 100.00 evrum með ferðakostnaði, kostnaði við aðstoðarmenn og síðar endurhæfingu. Èg hef stiklað á mjög stóru hérna en væri alveg til í að fá að segja þér betur frá mínum aðstæðum. Það er svo óréttlátt að fara í vinnuna, hrasa um illa lagða gangstéttarhellu, örkumlast og fá enga hjálp.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -