Miðvikudagur 26. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Vopni beitt í alvarlegri líkamsárás í gærkvöldi – Hópslagsmál í miðborginni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru æði mörg í gærkvöldi og í nótt en alls voru 104 mál skráð frá 17:00 til 05:00. Sex voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.

Klukkan 00:43 barst tilkynning um búðarþjóf í miðbænum en þjófurinn réðist á öryggisverði í versluninni þegar hann var að staðinn að verki. Lögreglan var send á staðinn.

Upp úr eitt í nótt var svo tilkynnt um innbrot á veitingastað í miðborginni en gluggi hafði verið spenntur upp og einhverjum fjármunum stolið. Ríflega klukkutíma síðar var brotist inn á annan veitingastað í miðbænum en málið er í rannsókn.

Um klukkan þrjú í nótt barst tilkynning um hópslagsmál í miðbænum og voru fjórir aðilar grunaðir um líkamsárás í þeim slagsmálum. Lögreglan telur sig hafa upplýsingar um alla þá sem stóðu að áflögunum og mun taka skýrslu af þeim síðar.

Kortér í fjögur var bílaþjófur handtekinn en kauðinn sat í stolinni bifreið þegar lögreglan hafði af honum afskipti. Gat hann ekki gefið nein svör um hvers vegna hann væri staddur í stolnum bíl og var því handtekinn á staðnum.

Hálf fimm í morgun barst tilkynning um innbort í heimahús þar sem reiðhjóli var stolið. Lögreglan fann þrjótinn skammt frá og handtók hann og vistaði hann í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

- Auglýsing -

Lögreglunni sem sér um Kópavoginn og Breiðholtið barst tilkynning klukkan 22:33 í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás, þar sem sagt var að vopni hafi verið beitt. Vegna málsins var lögreglan með mikinn viðbúnað og var gerandinn handtekinn skammt frá vettvangi og miðar rannsókn málsins vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -