Sunnudagur 5. maí, 2024
4.5 C
Reykjavik

Kjartan Magnússon gáttaður: Borgarstjórn frysti laun unglinga í Vinnuskólanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Meirihlutinn hafnaði því að tillaga okkar yrði tekin á dagskrá fundarins í gær og þannig borin undir atkvæði í borgarstjórn,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Mannlíf um launamál unglinga sem starfa í sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg. Laun unglinganna voru fryst á síðasta ári. Ráðandi meirihluti í borgarstjórn hefur ítrekað hafnað þeirri tillögu Sjálfstæðismanna að laun í unglingavinnunni hækki í samræmi við launavísitölu. Launin í Vinnuskólanum hafa ekki hækkað síðan sumarið 2022. Tillaga minnihluta Sjálfstæðisflokksins gerði ráð fyrir að launin myndu hækka í takti við launavísitölu.
Þegar launakjör unglinganna vegna komandi sumars komu til umræðu í nefndum og ráðum borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslu á að unglingunum yrði bætt kjararýrnunin. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu þeirri leiðréttingu þegar launamálin voru rædd á síðasta fundi og samþykktu einungis 7,9 prósenta hækkun á unglingatöxtunum. Ef taxtarnir eiga að fylgja launavísitölu frá sumrinu 2022 hefði hækkunin numið rúmum 14 prósentum.

Kjartan Magnússon berst gegn kjaraskerðingu unglinga.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir flokk sinn hafa árangurslaust barist gegn launafrystingunni. Hann er gáttaður á framgöngu meirihlutans.
„Meirihlutinn hafnaði því að tillaga okkar yrði tekin á dagskrá fundarins í gær og þannig borin undir atkvæði í borgarstjórn. En við höfðum áður lagt tillöguna fram tvisvar, fyrst í umhverfis- og skipulagsráði og síðan á síðasta fundi borgarráðs, þar sem tillagan var í báðum tilvikum felld með atkvæðum fulltrúa meirihlutans,“ segir Kjartan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -