
Dýraverndarsamtök Westmoreland-sýslu í Pittsburgh sinna þessa stundina meira en 40 köttum eftir maður sem sankaði köttum að sér lést.
Ninth Life Rescue Center samtökin segja að lögreglan hafi haft samband við þau eftir að látinn einstaklingur fannst á heimili sínu í Ligonier. Samtökin sögðu að þar hafi verið „mikill fjöldi“ katta án matar og vatns og margir þeirra hafi þegar verið dánir.
Hingað til hafa samtökin tekið að sér 40 ketti, en þau eru enn að reyna að ná í fleiri sem sluppu þegar lögreglan þurfti að brjótast inn í hús mannsins.
Margir kettirnir þjást af ýmsum sjúkdómum eins og ofþornun, vannæringu, augnsýkingum og eyrnabólgu. „Kettlingarnir eru sérstaklega í hræðilegu ástandi,“ sögðu samtökin við fjölmiðla í Pittburgh.
„Þessir kettir hafa upplifað hluti sem eru verri en okkar verstu martraðir. Þeir eru skiljanlega mjög skelfdir, en flestir eru fljótir að jafna sig. Matur hjálpar sérstaklega við að fá þá til að treysta mannfólki,“ skrifaði Ninth Life Rescue Center á Facebook.
Samtökin biðja nú um hjálp til að gefa köttunum „alla þá ást og umhyggju sem þeim hefur skort.“
Þetta er aðeins nýjasta dæmið um dýrasöfnun á Pittsburgh-svæðinu en á undanförnum mánuðum hafa komið upp mál þar sem tugir dýra hafa búið í skelfilegum aðstæðum. Meðal þess hafa hús verið uppfull af saur og hitalaus.
Komment