
Aðeins kalt vatn í boðiBilun kom upp í kerfinu hjá Veitum
Mynd: Reykjavíkurborg
Heitavatnslaust hefur verið í stórum hluta Laugardals frá klukkan eitt í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Veitur biðjast afsökunar á þessari bilun og þeim óþægindum sem hún kann að valda.

Svæðið sem umræðir
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment