Það var sannarlega óvenjulegur leikur sem leikinn var á Laugardalsvelli fyrr í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið mætti Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta.
Úkraína komst yfir strax á 14. mínútu en það íslenska náði að jafna leikinn á þeirri 34. Úkraínumenn náðu hins vegar að skora tvö mörk alveg undir lok fyrri hálfleiks og var Ísland því undir 1-3 í hálfleik en öll mörk gestanna komu eftir einstaklingsmistök leikmanna Íslands.
Í síðari hálfleik var Ísland mun betri en Úkraína mestallan tímann og skoraði Albert Guðmundsson mark á 59. mínútu og jafnaði svo leikinn á 75. mínútu. Allt virtist stefna í að Ísland myndi bæta við fjórða markinu en þess í stað skoraði Úkraína á 85. mínútu og 88. mínútu.
Niðurstaðan því svekkjandi tap sem skrifast að miklu leyti á einstaklingsmistök í varnarleik Íslands.
Einkunnir leikmanna
Elías Rafn Ólafsson - 5
Guðlaugur Victor Pálsson - 3
Sverrir Ingi Ingason - 5
Daníel Leó Grétarsson - 4
Mikael Egill Ellertsson - 5
Ísak Bergmann Jóhannesson - 5
Hákon Arnar Haraldsson - 6
Sævar Atli Magnússon - 6
Albert Guðmundsson - 8
Jón Dagur Þorsteinsson - 5
Andri Lucas Guðjohnsen - 5
Varamenn:
Logi Tómasson - 6
Kristian Nökkvi Hlynsson - 6
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Komment