Það er ekki á hverjum degi hús á Suðurgötu fer á sölu en eitt fallegasta hús götunnar er komið á sölu.
Þetta er ein af fallegri eldri eignum í gamla bænum í Hafnarfirði og setur þetta virðulega hús mikinn svip á hverfið. Húsið er byggt 1920 en hefur verið mikið endurnýjað og fengið mjög gott viðhald síðustu tvo áratugi að sögn eiganda.. Það er stutt ganga í miðbæinn, grunnskóla, Flensborg og fleira. Húsið stendur á fallegri afgirtri hornlóð sem nýtur sín vel.
Húsið er 227.8 m2 á stærð og eru fjögur svefnherbergi í því.
Ekki er neitt fast verð á húsinu og óska eigendur eftir tilboðum í það.









Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment