
Alexandra Briem er þakklát því trans fólki sem þorði að vera sýnileg á undan henni.
Í dag er sýnileikadagur trans fólks en af því tilefni skrifaði Alexandra Briem, borgarfulltrúi og trans kona, færslu á Facebook þar sem hún segist þakklát fyrir það trans fólk sem varð sýnilegt í íslensku samfélagi á undan henni. Segist hún ennfremur ekki hafa getið tekið sín skref ef ekki væri fyrir hinn mikla fjölda frábærs fólks sem ruddi brautina.
Hér má sjá færsluna í heild sinni:
„Í dag er sýnileikadagur trans fólks. Þá er gott að vita að ég bý á landi þar sem er mikið af öflugu fólki sem hefur rutt brautina og verið í forystu fyrir okkur.
Í bakslagi eins og því sem við erum að upplifa í heiminum, þá er það ekki sjálfgefið að trans fólk sé tilbúið að vera opinberlega í forystu, og ég er þakklát fyrir það hversu mörg hafa verið tilbúin til þess.
Ég hefði ekki getað tekið mín skref ef það væri ekki svona mikið af frábæru fólki sem fór á undan.“
Komment