
Lögreglan á SuðurlandiMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslys sem varð á veginum við Holtsós nú fyrir stuttu.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er um að ræða eina bifreið sem í voru þrjár manneskjur er slysið átti sér stað. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi er verður Suðurlandvegur lokaður á meðan á vettvangsvinnu stendur. Samkvæmt frétt RÚV slasaðist einn alvarlega í slysinu.
Lögreglan á Suðurlandi annast rannsókn á slysinu með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Ekki náðist í lögregluna á Suðurlandi við gerð fréttarinnar.
Komment