
Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur staðfest í samtali við Smartland að hún sé aftur orðin einhleyp. Ásdís var í sambandi með athafnamanninum Þórði Daníel Þórðarsyni í rúm tvö ár en þau hófu að hittast sumarið 2023.
Ásdís og Þórður kynntust í Búlgaríu fyrir nokkrum árum. Ásdís flutti sjálf til landsins á sínum tíma þegar fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson, gekk til liðs við CSKA Sofiu. Hún hefur síðan 2022 verið búsett bæði þar og á Íslandi, þar sem hún á fjölmarga vini.
Ásdís Rán nýtur þess þessa dagana að vera á Íslandi, þar sem hún undirbýr ný verkefni, að því er fram kemur í umfjöllun Smartlands. Hún segir dýrmætt að fá að verja tíma með fjölskyldu og vinum og draga styrk af þeim sem henni eru kærastir.
Komment