
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ansi sumarleg á nýrri ljósmynd sem hún birti á Instagram í gær.
Þingkonan og fyrrverandi ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er meðal annars þekkt fyrir fallegan fatasmekk en í gær birti hún mynd af sér í fagurgulum kjól, á Instagram. Ljósmyndin sló rækilega í gegn en á níu hundrað manns hefur þegar þetta er skrifað, líkað við hana.
Sjá má í Story hjá henni á Instagram að þó að hún sé ekki lengur í ríkisstjórn Ísland, hefur hún í nógu að snúast, hvort sem um er að ræða karókípartý með vinkonum eða ferð þingmanna Norðurlandaráðs til Finnlands en þar er hún stödd í dag, en þar er verið að heimsækja sendiherra Íslands þar í landi.
Hér má sjá hina vinsælu ljósmynd sem Áslaug birti í gær:

Komment