
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var sakaður um kynferðislega áreiti af tveimur starfsmönnum embættisins árið 2022 en hann starfaði þá sem verktaki hjá embættinu. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Samkvæmt Morgunblaðinu skráði Aðalsteinn Leifsson, þáverandi ríkissáttasemjari, þær kvartanir ekki í kerfi embættisins en Ástráður er sagður hafa áreitt starfsmennina í fræðslu- og skemmtiferð í Vestmannaeyjum, sem embættið fór í árið 2022. Kvartanirnar eru sagðar hafa verið lagðar fram strax eftir ferðina en aðeins annar starfsmaðurinn hafi langt inn formlega kvörtun.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fundað með Aðalsteini um málið en ekki Ástráði. Þegar miðilinn leitaði viðbragða hjá Ástráði sagðist hann hafa talið málinu hafi verið lokið með afsökunarbeiðni á sínum tíma.
Ástráður var skipaður í embættið árið 2023.

Komment