
Alexandra Briem er borgarfulltrúi Pírata
Mynd: Víkingur
Mikil spenna er innan Pírata þessar mundir um hvort Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í borginni, muni bjóða sig fram aftur en Mannlíf slúðraði um það í september að oddvitinn hefði sagt sínum nánustu frá því að hún hefði tekið ákvörðun um að stíga frá borði.
Nokkrum dögum síðar sagði hún í viðtali að hún væri ekki búin að ákveða hvort hún muni bjóða sig aftur fram.
Píratar eru sagðir standa þétt við bakið á Dóru en eru þó farnir að líta á klukkuna því sveitarstjórnarkosningar er handan við hornið og ýmislegt þurfi að plana ætli þeir sér að skipta um skipstjóra. Sagt er Alexandra Briem hafi áhuga á oddvitasætinu en muni ekki sækjast eftir því nema Dóra hætti ...
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment