
Bergsveinn Ólafsson sálfræðingur segist stórkostlega þakklátur fyrir líf sitt í Los Angeles, en það hafi verið mjög erfitt fyrst eftir að hann tók stökkið og flutti út en hann er nýjasti gesturinn er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.
Í þættinum opnaði hann sig meðal annars um að hafa verið einmana fyrst þegar hann flutti erlendis.
„Það erfiðasta var að finna mitt fólk og búa til alvöru félagsnet,“ sagði Beggi, eins og hann er yfirleitt kallaður. „Það tók mig níu mánuði og ég var mjög einmana fyrst. Það sem hélt mér gangandi var að mæta upp úr klukkan fimm á hverjum morgni á kaffihúsið sem var næst mér um leið og það opnaði og eiga fimm til tíu mínútna spjall við fólkið sem vann á kaffihúsinu. Þessi litlu tengsl hjálpuðu mér og svo byggði ég ofan á það og ég er núna umvafinn fólki sem ég vil vera í kringum. Mig hafði alltaf langað að kynnast annarri menningu og búa annars staðar en á Íslandi til að þroskast og reyna meira á mig. Ég er ennþá stanslaust að læra eitthvað nýtt. Það kom tímabil þar sem ég saknaði Íslands og hlutanna sem ég var að gera heima, en ég er kominn á þann stað núna að mér finnst lífið mitt í Los Angeles frábært og get varla hugsað mér að snúa aftur heim, þó að ég elski líka að vera á Íslandi.“
Komment