
Endaði á umferðareyjuVegfarendum varð hverft við að sjá afleiðingar árekstursins.
Harður árekstur varð á Hringbraut við gatnamótin að Fífilsgötu og Hlíðarfæti snemma í kvöld. Miklar skemmdir urðu á tveimur bifreiðum. Önnur þeirra valt og endaði á umferðareyju um hundrað metrum frá gatnamótunum.
Ekki er vitað um meiðsli ökumanna á þessari stundu. Meðfylgjandi myndir fengust sendar af vettvangi frá farþega í annarri bifreið.

Myndband af vettvangiMiklir kraftar hafa verið að verki.
Komment