1
Innlent

Unglingsstelpa handtekin á leið í próf

2
Fólk

Stefán Máni segir Adolescence-þáttaröðina vera „anti-white“

3
Innlent

Líðan ökumanna eftir slys óþekkt

4
Pólitík

Dagur spáir fyrir um næsta forseta Bandaríkjanna

5
Heimur

Sjö fundust látin við strendur Grikklands

6
Innlent

Sjoppueigendur vilja ekki sjá Konukot nálægt sér

7
Innlent

Siðanefnd BÍ skammaði Frosta vegna fréttar um barnaníðing

8
Innlent

Kassastarfsmaður vill stjórna dagskrá RÚV

9
Innlent

Bendir á 99 prósent tolla Trumps á Afríkuríkið Lesótó

10
Innlent

Farþegi gripinn með ungabarn í kjöltunni

Til baka

Bíll sprakk í miðborg Amsterdam

50 ára maður kveikti í sér og bíl

Bíll í Amsterdam - sprunginn
Bíllinn varð aleldaGrunur leikur á sjálfsvígstilraun
Mynd: DINGENA MOL/ANP/AFP

Maður kveikti í sjálfum sér og bíl sínum á hinu sögufræga Dam-torgi í Amsterdam í dag, samkvæmt lögreglu, sem grunar að um mögulega sjálfsvígstilraun hafi verið að ræða.

Myndir sem birtar voru af hollenskum fjölmiðlum og á netinu sýna lítinn rauðan bíl aka að minnisvarða sem er staðsettur nálægt suðausturhorni torgsins. Stuttu síðar varð lítil sprenging og logar brutust út úr bílnum.

„Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að eldurinn á Dam-torgi kviknaði eftir sprengingu í bíl,“ staðfesti lögreglan í Amsterdam á X, áður Twitter. „Á þeim tíma voru margir nálægt bílnum, en samkvæmt okkar vitneskju meiddust engir vegfarendur,“ bætti lögreglan við.

Fólk á torginu sést flýja af vettvangi á myndskeiðum, á meðan nokkrir lögreglubílar umkringdu fljótt logandi bílinn. Lögreglan telur að ökumaður bílsins hafi viljandi kveikt í honum og slasast í kjölfarið.

Maðurinn steig út úr bílnum með fötin sín í logum, sem lögreglan slökkti hratt. Hann var fluttur á sjúkrahús og var í haldi lögreglu.

Maðurinn er sagður vera 50 ára gamall hollenskur ríkisborgari en lögreglan gaf þó ekki upp nafn hans. „Rannsóknarlögreglumenn halda öllum möguleikum opnum en hafa sterkan grun um að maðurinn hafi ætlað að taka sitt eigið líf. Hann er grunaður um íkveikju,“ sagði lögreglan.

Fréttamaður AFP á vettvangi sá lögreglu og sprengjusérfræðinga rannsaka brunninn bíl, á meðan svæðið í hjarta borgarinnar var að mestu leyti girt af. Vitni sagði við sjónvarpsstöðina AT5 að hún hafi heyrt „lítið hvell, ekki einu sinni alvöru sprengingu“ á torginu og séð fólk hlaupa í burtu. „Svo allt í einu kom mikill hvellur og stór svartur reykjarmökkur.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.


Komment


Íris Helga Jónatansdóttir
Innlent

Íris „eltihrellir“ hótaði að myrða blaðamann Heimildarinnar

Jens Garðar
Pólitík

Björn skýtur bylmingsfast á Jens Garðar

Hreyfill leigubíll
Innlent

Hreyfill svarar engu um áreiti og ofbeldi bílstjóra

Husan Palestína
Heimur

Drápu pilt sem kastaði grjóti

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Lagalegri ábyrgð stungið ofan í skúffur sögunnar - Að vera þingmaður: 1. kafli

Lögreglan, ljós
Innlent

Rán til rannsóknar hjá lögreglunni