
Hraunbær í ÁrbæjarhverfiMyndin tengist fréttinni ekki beint
Í dagbók lögreglu er greint frá því að einstaklingur hafi verið handtekinn í heimahúsi grunaður um líkamsárás. Aðilinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Einn var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Þá var tilkynnt um umferðarslys í Árbænum en ökumaðurinn reyndist óslasaður. Bílinn var hins vegar var óökufær. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og áfengis. Ökumennirnir voru færðir á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Brotist var inn í verslun i Kópavogi og er málið í rannsókn. 70 mál voru bókuð í kerfi lögreglu og gistu þrír fangaklefa.
Komment