
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að leigubifreiðastjóri hafi verið aðstoðaður vegna farþega sem neitaði að greiða fargjaldið. Sá á yfir höfði sér kæru vegna fjársvika.
Ökumaður sem var að horfa á myndbönd í farsíma sínum kærður fyrir athæfið enda athygli hans ekki við aksturinn. Þá á hann einnig yfir höfði sér sekt vegna þessi að útsýni hans var hindrað.
Einn var handtekinn eftir umferðarslys og leikur grunur á að viðkomandi hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.
Ökumaður var stöðvaður og reyndist hann vera sviptur ökurétti. Til að bæta gráu ofan á svart var hann einnig undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Komment