
Kvikmyndatímaritið Variety birti á dögunum lista yfir 21 svölustu kvikmyndahús heims. Bíó Paradís komst á listann.
Greinarhöfundur Variety segir í umfjöllun sinni um Bíó Paradís að bíóið sé falið í nútímalegri byggingu og hafi látlaust ytra byrði. Þá segir þar einnig að Bíó Paradís sé einn fárra staða þar sem hægt er að sjá bæði listrænar kvikmyndir og erlendar meginstraumsmyndir.
Sérstaklega er minnst á kvikmyndaplakötin sem skreyta veggi kvikmyndahússins en þar er um að ræða túlkanir íslenskra listamanna á kvikmyndaplakötum.
Hér má sjá umfjöllunina í íslenskri þýðingu:
Falin í nútímalegri byggingu í hliðargötu í Reykjavík hefur Bíó Paradís látlaust ytra byrði, en það eru fjölmargir þættir sem gera hana að einu sérstökustu kvikmyndahúsi heims. Þó að bíóið sé aðeins 15 ára gamalt, hefur það þegar lifað af yfirvofandi lokun árið 2010 og stendur enn sterkt sem eina kvikmyndahúsið í miðborg Reykjavíkur og einn fárra staða á Íslandi þar sem hægt er að sjá listrænar kvikmyndir (e. arthouse) og erlendar meginstraums myndir.
Anddyrið er alsett frumlegum túlkunum á kvikmyndaplöktum eftir íslenska listamenn — allt frá The Shining til Enter the Dragon og The Omen fær sína eigin listrænu útfærslu. Svalur anddyrissalurinn, með bar á staðnum, er einnig í boði til leigu — síðdegis á sunnudegi var þar til dæmis í gangi barnaafmæli með blöðrum og köku.
Þetta sjálfseignarrekna kvikmyndahús er í eigu kvikmynda- og fagfélaga landsins og starfar einnig sem kvikmyndadreifingaraðili.
Komment