
EyjafjallajökullTvær björgunarsveitir hafa verið sendar á vettvang.
Mynd: TommyBee
Björgunarsveitir hafa verið sendar á Eyjafjallajökul vegna uppgefins manns á jöklinum.
Samkvæmt heimildum Mannlífs barst Landsbjörgu neyðarboð vegna uppgefins manns á Eyjafjallajökli rétt í þessu.
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti þetta við Mannlíf en hafði ekki miklar upplýsingar að svo stöddu. „Þetta var bara að fara af stað þannig að ég hef í sjálfu sér engar upplýsingar fyrir þig umfram þetta,“ sagði Jón Þór í samtali við Mannlíf. Aðspurður hversu margar björgunarsveitir yrðu sendar á vettvang svaraði hann: „Það er verið að kalla út á Hvolsvelli og Hellu til að byrja með sýndist mér.“
Komment