1
Heimur

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife

2
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

3
Innlent

Kallar málflutning um hælisleitendur „tilfinningaþvaður“ óstutt með gögnum

4
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

5
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

6
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

7
Heimur

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi

8
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

9
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

10
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

Til baka

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

„Hvers konar músarholu og molbúa hugsunarháttur er þetta eiginlega?“

Snorri Másson-5
Snorri MássonBjörn gagnrýnir Snorra harðlega
Mynd: Víkingur

Samfélagsrýninn Björn Birgisson frá Grindavík gagnrýnir nýtt slagorð Ungra Miðflokksmanna harðlega í færslu á Facebook, þar sem hann segir slagorðið endurspegla þröngsýna og útilokandi heimsmynd.

Björn Birgisson
Björn BirgissonBjörn er ekki hrifinn af stefnu Miðflokksins
Mynd: Facebook

Björn vísar til þess að ungt fólk innan Miðflokksins hafi tekið upp slagorðið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ í aðdraganda landsfundar flokksins um helgina og bendir á að það sé „sótt í smiðju öfgasinnaðra hægriflokka bæði austanhafs og vestan.“

Í færslu sinni nefnir hann að „Snorri Másson, nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, er á þessari línu“, og hafi í þingræðu talið upp nokkur verkefni sem Ísland styður erlendis, en tekið skýrt fram að „fyrst ætti að hlúa að okkar fólki sem væri í vandræðum.“

Björn gagnrýnir þá afstöðu að Ísland eigi ekki að leggja sitt af mörkum í alþjóðlegu hjálparstarfi. Hann skrifar að Snorri „vilji ekki að við hjálpum fólki á Gaza. Ekki í Úkraínu heldur. Ekki í Afríku.“

„Íslendingar eigi að nota alla þá peninga sem rata í ríkiskassann hér innanlands og verkefnin séu næg,“ skrifar Björn og bætir við að þessi hugsun veki upp spurningar:

„Ef skoðanabræður Miðflokksins leggðu undir sig heiminn yrði þá klippt á allt hjálparstarf á milli landa og heimsálfa?“

Hann spyr jafnframt hvort Ísland mætti búast við að engar þjóðir kæmu til aðstoðar ef landið lenti í erfiðleikum, líkt og á fjármálahrunsárunum.

„Hvers konar músarholu og molbúa hugsunarháttur er þetta eiginlega?“ spyr Björn og heldur áfram:

„Hvers vegna þarf endilega að takmarka aðstoð við fólk í algjörri neyð og lífshættu við einhver landamæri?“

Björn segir að um sé að ræða „efnahagslega Apartheid stefnu“ sem bitni harkalega á fólki í mestri neyð og hörmungum.

Í færslunni dregur hann einnig upp mynd af því hvernig þessi hugsunarháttur gæti komið fram innanlands:

„Ef snjóflóð, eldgos, eða skriðuföll eyðileggja allar veraldlegar eigur og taka mannslíf við einhverjar tilteknar götur í bæjarfélagi, eigum við þá eingöngu að aðstoða fólkið sem er með íslenska kennitölu?“

Björn endar færslu sína á því að fordæma stefnu flokksins í þessum málum:

„Kæru vinir. Ykkur finnst kannski fast eða harkalega að orði komist, en mér finnst stefna Miðflokksins í þessum málum algjör músarholu- og molbúastefna. Huglægur kærleikurinn er settur á aðra vogarskálina og fjármunir á hina og þar sigra þeir alltaf.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

Skiltið þykir í dónalegri kantinum
Segir palestínska fanga pyntaða oft á dag
Heimur

Segir palestínska fanga pyntaða oft á dag

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél
Myndband
Heimur

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél

Vesturport fær lóð frá borginni
Menning

Vesturport fær lóð frá borginni

Hengdu upp myndir af brottvísuðum tvíburum við skrifstofu Viðreisnar
Myndir
Innlent

Hengdu upp myndir af brottvísuðum tvíburum við skrifstofu Viðreisnar

Hættusvæði óbreytt í Laugardal í rúm tvö ár
Innlent

Hættusvæði óbreytt í Laugardal í rúm tvö ár

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands
Viðtal
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

Mannabein fundust á strönd í Englandi
Heimur

Mannabein fundust á strönd í Englandi

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi
Myndband
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

Vendipunktur í Golfstraumnum „sennilega skammt undan“
Innlent

Vendipunktur í Golfstraumnum „sennilega skammt undan“

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu
Myndir
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

Ársæll og Kamilla drukkna í hagnaði
Peningar

Ársæll og Kamilla drukkna í hagnaði

Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

„Hvers konar músarholu og molbúa hugsunarháttur er þetta eiginlega?“
Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

Loka auglýsingu