
Björn Birgisson skýtur föstum skotum á Jens Garðar Helgason og hægri menn í nýrri Facebook-færslu.
Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi sem eflaust stuðar fólk á hægri væng stjórnmálanna. Þar vitnar hann í orð Jens Garðars Helgasonar, varaformann Sjálfstæðisflokksins á Alþingi:
„“Eins og sönn vinstri stjórn ræðst hún strax í að hækka skatta og þyngja álögur á fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu,“ sagði Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.“
Því næst skýtur Björn bylmingsfast í Jens og annað hægra fólk og segir að síðasta ríkisstjórn hafi skilað innviðum Íslands af sér í „rúst og algjöru fjársvelti“. Segir hann að endingu að hægri menn hugi fyrst að ríka fólkinu og svo almenningi, ef því er ekki bara sleppt.
„Eins og sönn hægri stjórn skilar fyrrverandi ríkisstjórn öllum innviðum þjóðarinnar af sér í rúst og algjöru fjársvelti og neitaði að skattleggja auðugustu fyrirtækin og einstaklingana til að bæta ástandið.
Einmitt þannig virkar hagsmunagæsla íhaldsins og framsóknarflokkanna tveggja.
Fyrst er hugað að ríka fólkinu, síðan að almenningi eða því bara sleppt!
Alltaf sama sagan aftur og aftur!“
Komment