1
Peningar

Áskrift að enska boltanum hækkar um 41%

2
Innlent

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi

3
Innlent

Ferðamaður boðaður fyrir dóm eftir ofsaakstur á Suðurlandi

4
Innlent

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu

5
Heimur

Móðir fannst látin eftir umfangsmikla leit í Cheshire

6
Heimur

Rússar birta myndband af stærstu drónaverksmiðju heims

7
Innlent

Sindri Pétursson er fundinn

8
Landið

Faðir gagnrýnir olnbogaskot á 17 ára son sinn í knattspyrnuleik á Egilsstöðum

9
Innlent

Brennisteinssýra yfir borginni

10
Innlent

Boða albanskan ríkisborgara fyrir dóm vegna fíkniefnamála og peningaþvættis

Til baka

Brennisteinssýra yfir borginni

Loftgæðamælar ná ekki að nema brennisteinssýruna. Eldfjallafræðingur hefur varað við flugferðum og áhrifum á heilsu vegna hennar.

Gosmóða yfir Reykjavík
Reykjavíkurtjörn í morgunVarað er við áreynslu utandyra.
Mynd: Víkingur

Unglingavinnan fellur niður í dag og fólk er varað við áreynslu utandyra, vegna þess að mengunarskýið úr eldgosinu á Sundhnúkagígum sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu innifelur meira brennisteinsdíoxíð en nokkru sinni fyrr frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Þá hefur efnið umbreyst í brennisteinssýru, sem ekki er greind nægilega vel.

Varaði við brennisteinssýru

Heilsuverndarmörk fyrir brennisteinsdíoxíð eru 350 µg/m3 fyrir styttri tíma, mínútur eða klukkustundir. Fyrir lengri tíma eru þau 125 µg/m3. Klukkan 8.20 í morgun var gildi brennisteinsdíoxíðs langt yfir þessum mörkum, eða 1.900 µg/m3.

Þess ber að geta að gildi brennisteinsdíoxíðs hefur farið fallandi í morgun, sem og gildi örfíns svifryks, fíns svifryks og grófs svifryks. Klukkan 10.30 voru gildin komin niður í 700 og 10.40 í 555 µg/m3 á mæli Faxaflóahafna í Laugarnesi í Reykjavík. Þá hefur gildið fallið niður fyrir heilsuverndarmörk í Hafnarfirði og Kópavogi.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur varaði nýlega við brennisteinssýrunni og að hún sé ekki mæld. „Þær stofn­an­ir sem sjá um eft­ir­litið fylgj­ast frek­ar með brenni­steins­díoxíðinu, held­ur en brenni­steins­sýrunni, sem er skaðlegri í raun­inni. Bæði fyr­ir heilsu okk­ar og önn­ur tæki og tól, þar á meðal flug­vél­ar,“ sagði hann í samtali við mbl.is.

Samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru ekki til staðar mælar sem nema mengunina að fullu, en vísbendingar eru um töluverða brennisteinssýru.

„Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast meðal annars í SO4 (súlfat) og brennisteinssýru og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. Gildi fínasta svifryksins eru há á öllum mælistöðvum sem mæla slíkt ryk í borginni,“ segir þar.

Brennisteinssýra er leysanleg í vatni og er mikið notuð í efnahvörfum og í iðnaði.

Villandi framsetning gagna á vef um loftgæði

Að auki er rétt að vara við því að á vef Umhverfis- og orkustofnunar, sem sýnir loftgæði á Íslandi, eru flestir mælir grænir að lit, sem gefur til kynna „mjög góð“ loftgæði, en í reynd eru þeir einfaldlega ekki að mæla þá tegund mengunar sem nú liggur í loftinu.

Almennar ráðleggingar um gasmengun

Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk

Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu.

Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.

Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun

Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra

Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr.

Hækkaðu hitastigið í húsinu.

Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra.

Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirfarandi ráðleggingar varðandi ástandið nú.

„Þar sem bæði gosmóða og gasmengun liggja yfir borginni mælir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur með að takmarka útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra. Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fundið einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. “

Gasský brennisteinn 20. júlí
Brennisteinsskýið í gærSvo virðist sem brennisteinsskýið sem lá vestur af höfuðborgarsvæðinu í gær sé nú komið yfir borgina, eins og sést hér á korti Geimferðastofnunar Evrópu (ESA) frá því í gær.
Mynd: Evrópska geimferðastofnunin (ESA)

Varaði við áhrifum á flugvélar

Sem fyrr segir varaði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, nýlega við áhrifum brennisteinssýru, en þar tiltók hann sérstaklega að flugvélar gætu misst vélarafl. „Við verðum að taka til­lit til þeirr­ar hættu sem staf­ar af þess­um hlut­um. Þetta get­ur haft þannig áhrif að al­var­leg­ir hlut­ir geta gerst í kjöl­farið. Við vit­um að þotur sem hafa flogið í gegn­um gosmekki hafa misst vélarafl,“ sagði Þor­vald­ur í sam­tali við mbl.is.

„Sem bet­ur fer hef­ur eng­in þeirra hrapað en það hef­ur oft staðið á tæpu. Það er al­gjör óþarfi að leika sér að hætt­unni þegar að við vit­um jafn mikið og við vit­um.“

Þegar Þorvaldur færði fram viðvörun sína var brennisteinsskýið mun víðfeðmara í dag og náði langt vestur af landinu, en lá þó ekki yfir höfuðborgarsvæðinu.

Langt í lífshættuleg mörk

Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni þarf mikið til þess að magn brennisteinsdíoxíðs séu lífshættuleg.

„Skammtíma áhrifin þegar styrkur er lágur, eru fyrst og fremst erting í augum, nefi og koki og jafnvel höfuðverkur. Ef gildin fara hærra, til dæmis yfir 600 µg/m3 getur borið á hósta, sérstaklega hjá viðkvæmum einstaklingum* eða einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma. Þegar styrkurinn er kominn yfir 2600 µ/m3 koma fram einkenni hjá öllum, erting í öndunarvegi, hósti og höfuðverkur. Heilbrigðir einstaklingar er ólíklegir til þess að fá alvarleg einkenni fyrr en styrkurinn fer upp undir 9000 µ/m3. Lífshættuleg einkenni koma ekki fram fyrr en styrkurinn fer yfir 150.000 µ/m3,“ segir Embætti landlæknis í ráðleggingum sínum vegna eldgosa og heilsu.

„Margar rannsóknir (þó ekki allar) sýna einnig að SO2 mengun getur valdið vaxtarskerðingu hjá fóstrum þungaðra kvenna“
Embætti landlæknis

Þegar farið er yfir heilsuverndarmörk geta margið fundið fyrir einkennum.

„Þegar fólk verður fyrir mengun af völdum brennisteinsdíoxíð (SO2), breytist það á röku yfirborði slímhúða í brennisteinssýru sem veldur ertingu í augum, nefi og koki. Mest af því SO2 sem berst inn í líkamann í gegnum öndunarveg (nef og munn) safnast þó ekki fyrir og skaða á innri líffærum er ekki lýst. Vegna þess er mikilvægt í viðbrögðum við SO2 mengun að fólk andi rólega, í gegnum nefið og forðist áreynslu. Skaðleg áhrif SO2 eru tengd því þegar efnið kemst í neðri öndunarveginn, í lungun. Þá geta komið fram alvarlegri einkenni svo sem astmi og bólgja/bjúgur í lungum,“ segir Landlæknir.

Þó eru óléttar konur sérstaklega varaðar við áhrifum af brennisteinsdíoxíði. „Margar rannsóknir (þó ekki allar) sýna einnig að SO2 mengun getur valdið vaxtarskerðingu hjá fóstrum þungaðra kvenna og einnig að börn fæðist fyrir tímann,“ segir embætti Landlæknis.

Gosmóða yfir Reykjavík
Mynd: Víkingur
Gosmóða yfir Reykjavík
Mynd: Víkingur
Gosmóða yfir Reykjavík
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ozzy Osbourne látinn
Ný frétt
Fólk

Ozzy Osbourne látinn

Hann var 76 ára gamall.
Satt og logið um kossamyndafárið á Coldplay-tónleikunum
Heimur

Satt og logið um kossamyndafárið á Coldplay-tónleikunum

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann
Myndir
Innlent

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu
Innlent

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands
Innlent

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands

Maður bitinn af hákarli við Fuerteventura
Heimur

Maður bitinn af hákarli við Fuerteventura

„Allir á Gaza eru orðnir svangir“
Heimur

„Allir á Gaza eru orðnir svangir“

Segir stjórnvöld hafa viljandi sofið á verðinum gagnvart hægri öfgum
Innlent

Segir stjórnvöld hafa viljandi sofið á verðinum gagnvart hægri öfgum

Rússneska lögreglan gerir leitir á vinsælum netmiðli
Heimur

Rússneska lögreglan gerir leitir á vinsælum netmiðli

„Ég ólst upp í Manchester United treyju“
Sport

„Ég ólst upp í Manchester United treyju“

Áskrift að enska boltanum hækkar um 41%
Peningar

Áskrift að enska boltanum hækkar um 41%

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi
Innlent

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi

Innlent

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann
Myndir
Innlent

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann

„Þetta var einhver strákur sem targetaði mig“
Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu
Innlent

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands
Innlent

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands

Segir stjórnvöld hafa viljandi sofið á verðinum gagnvart hægri öfgum
Innlent

Segir stjórnvöld hafa viljandi sofið á verðinum gagnvart hægri öfgum

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi
Innlent

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi

Loka auglýsingu