
Bubbi Morthens er með afkastamestu tónlistarmönnum þjóðarinnar og ef marka má nýjustu Facebook-færslu hans hefur ekkert dregið úr dugnaðinum, nú þegar hann er orðinn 69 ára.
Samkvæmt Bubba er hann með gríðarlega mörg verkefni á teinunum, er búinn að taka upp plötu með Auði, er að klára plötu með Halldóri Gunnari Pálssyni úr Fjallabræðrum, auk þess sem þeir félagar eru með yfir 50 önnur lög sem eru komin í einhvern búning. Og Bubbi er með enn meira á katlinum. Gefum Bubba orðið:
„Var að klára plötu með Auð. Er að klára aðra plötu sem er 12 laga plús bónus lög, við Halldór fjallabróðir eru að stússast í þessu saman, við erum með önnur 50 plús lög demó sem sagt búnir að taka þau upp kassagítar og söngur en sum erum komin í einhvern búning. Síðan er ég að undirbúa upptökur á lagi við ljóða bálk Einars Ben Einræður Starkaðar, er líka að skrifa einskonar tónlistar sögu æfi minnar er komin vel á veg með hana sögur um lög sem breytu mér sögur um mörg lög mín og hliðar sögur. lífið er núna.“
Komment