
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag er greint frá því að nærveru lögreglu hafi verið óskað eftir að byssuskot fannst á leikvelli og kom lögreglan og fjarlægði það.
Óskað var aðstoðar lögreglu vegna aðila sem komið hafði inn í húsnæði fyrirtækis og haft uppi hótunum við starfsfólk og var starfsfólki brugðið og óttaslegið. Þegar lögregla kom á vettvang var einstaklingurinn farinn en vitað er hver einstaklingurinn er og er málið í rannsókn.
Tilkynnt var um mikinn framkvæmdahávaða koma frá íbúð í fjölbýlishúsi. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru bannaðar á helgidögum og var rætt við aðilann og honum gert að stöðva framkvæmdirnar
Lögregla hafði afskipti af einstaklingi sem hafði truflandi áhrif á starfsemi Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og neyðarlínu. Háttsemi einstaklingsins var farin að valda truflunum á fjarskiptum en slíkt er bannað með lögum.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í sundlaug þar sem tilkynnt var um aðila sem köstuðu grjóti yfir girðingu en grjótið hafnaði nærri sundlaugargestum ofan í sundlauginni. Aðilarnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.
Komment