
Carbfix hefur hætt við að opna kolefnisförgunarstöð í Straumsvík í Hafnarfirði en Vísir greinir frá málinu. Fyrirtækið telur að forsendur fyrir því séu brostnar og ætli að fara í aðra átt með verkefni sín.
Mikil og hávær andstaða hefur verið hjá mörgum íbúum Hafnarfjarðar og hafa bæjarfulltrúar og bæjarstjóri einnig lýst efasemdum um verkefnið og að það væri óvíst hvort það yrði lagt fyrir bæjarstjórnina. Áhyggjur margra í sambandi við þetta verkefni var að niðurdæling fyrirtækisins koldíoxíði, eða CO2, í jörðina nærri Vallarhverfinu í Hafnarfirði myndi hafa mögulega valda skjálftavirkni eða skaða vatnsból.
Það var hins vegar mat Skipulagsstofnunar að það væri ólíklegt.
Samkvæmt Heimildinni átti stöðin í Hafnarfirði á að vera sú fyrsta en sú næsta var áætluð í Helguvík. Áætlað var að framkvæmdir myndu hefjast í Helguvík strax í ár og starfsemin yrði komin á fullt skrið árið 2028.
Komment