
Dagur B. Eggertsson mærir Bandaríska öldungadeildarþingmanninn Cory Booker, sem í gær setti met og hélt 25 klukkustunda ræðu á Bandaríkjaþingi. Spáir Dagur því að Booker verði áberandi á kjörtímabili Trumps.
Færslan hefst á eftirfarandi hátt en hana birti Dagur þegar Booker var enn að tala á þinginu.
„Cory Booker öldugadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi er búinn að halda ræðu gegn Trump og stefnu forsetans í meira en 22 klukkustundir stanslaust á Bandaríkjaþingi. Hann byrjaði í gær og sagðist myndu halda áfram eins lengi og hann hefði líkamlega krafta til.“
Borgarstjórinn fyrrverandi segir í seinni hluta færslunnar að Booker sé „frábær ræðumaður og mikið sjarmatröll“ sem muni verða meira og meira áberandi á næstunni. Gengur hann jafnvel svo langt að spá fyrir um næsta forseta Bandaríkjanna.
„Cory varð þekktur sem framsækinn borgarstjóri Newark í New Jersey, er frábær ræðumaður og mikið sjarmatröll. Ég leyfi mér að spá því að hann eigi eftir að verða meira og meira áberandi eftir því sem líður á árið og kjörtímabil Trump. Og já, ég spái því líka að næsti forseti Bandaríkjanna verði úr röðum fyrrverandi borgarstjóra.“
Komment