
Hljómsveitin Dánarfregnir mun stíga á stokk og gleðja gesti NorðanPaunk, sem fer fram 1.-3. ágúst í Vestur-Húnavatnssýslu en hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014.
Hátíðinni er ætlað að vera fjölskyldusamkoma fyrir íslenska pönk samfélagið en tugir hljómsveita spiluðu á hátíðinni í fyrra. Fyrr í dag var tilkynnt um nokkrar hljómsveitir sem munu koma fram í ár og er hljómsveitin Dánarfregnir meðal þeirra en hún er þekkt fyrir kröftuga sviðsframkomu. Aðrar hljómsveitir sem tilkynntar voru er hægt að nefna Líkami, GÓÐxÆRI og Klikk.
Hljómsveitir sem búið er að tilkynna fyrir hátíðina er hægt að sjá hér fyrir neðan:
CHÖGMA // CLUSTER BOMB UNIT (DE) // CXVIII //DÁNARFREGNIR // GÓÐxÆRI // HEKATE (HE) // KASTALAR // KLIKK // KORTER Í FLOG + GRÓA // LAW OF TALION // LÍKAMI // MARTIAN MOTORS // MØROSE // SKELKUR Í BRINGU // SKURÐGOÐ // SLYSH // SNOWED IN // SÓT // STRÁKURINN FÁKURINN // WOOLLY KIND //
Komment