
Diljá og RóbertParið unga kann að skemmta sér.
Mynd: Instagram-skjáskot
Diljá Pétursdóttir skemmtir sér í sólinni í góðra vina hópi á Ibiza þessa dagana en birti hún sannanir fyrir því á Instagram síðustu daga.
Nú er komið vor á Íslandi og sífellt fleiri Íslendingar þyrpast í sólarlandarferðir og eru duglegir að birta montmyndir úr sólinni og þeir allra kræfustu senda vinum sínum og ættingjum sólarmyndir í einkaskilaboðum, svo það fari nú ekki framhjá neinum.

Diljá PétursdóttirDiljá skemmtir sér á brimbretti.
Mynd: Instagram-skjáskot
Söngkonan hrausta, Diljá Pétursdóttir nýtur nú lífsins á Ibiza á Spáni þessa dagana ásamt kærasta sínum, Róberti Andra Drzymkowski og vinum þeirra. Birti hún þó nokkrar ljósmyndir og myndskeið úr heitri Spánarsólinni, fylgjendum sínum til mikillar gleði.

SólarfjörFlottir félagarnir.
Mynd: Instagram-skjáskot
Við eina myndina skrifaði Róbert Andri: „Kátu krakkarnir in Ibiza“.
Komment