
Enskumælandi maður var stunginn í bakið í hópslagsmálum á Ingólfstorgi í gærkvöldi um klukkan 23. Maður sem var stunginn í bakið heyrðist segja á vettvangi á ensku: „Ég veit ekki hver stakk mig“. Samkvæmt heimildum Mannlífs fannst blóðugur hnífur á bekk eftir árásina.
Heimildir Mannlífs af vettvangi herma sömuleiðis að félagi mannsins hafi orðið fyrir árás með kylfu. Rannsókn málsins á frumstigi; verið sé að reyna að ná utan um málið í heild sinni. Þá herma heimildir Mannlífs einnig að tæplega tíu árásaraðilar hafi verið handteknir og þeir séu allir Íslendingar. Annar þeirra sem varð fyrir árásinni er erlendur en hinn Íslendingur.

Yfirlögregluþjónn sagði að tveir aðilar hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna árásanna - en lögregluaðgerðum er ekki lokið. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu hefur nokkur fjöldi einstaklinga verið tekinn höndum í þágu rannsóknarinnar, en í áðurnefdri tilkynningu var það tekið fram að um hópslagsmál hefði verið að ræða í þessu máli.
Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Svo margir voru handteknir að fangageymslur á Hverfisgötu og Suðurnesjum fylltust og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að vista grunaða afbrotamenn á Akranesi.
Komment