1
Heimur

Níu ára stúlka lést eftir svæfingu á tannlæknastofu

2
Fólk

Ásdís Rán ljómaði í leðri um helgina

3
Innlent

Veitingastöðum Mandi tímabundið lokað - Söluferli í gangi

4
Heimur

Smábarn fannst ráfandi um fjölfarna götu

5
Heimur

Trump: „Sársaukinn er að koma“

6
Menning

Dánarfregnir í Vestur-Húnavatnssýslu

7
Heimur

Skoðaði fanga með margmilljóna Rolex

8
Landið

Sérsveitin send til Grindavíkur vegna byssumanns

9
Innlent

Aprílgöbb dagsins: Tréfættur kettlingur, hjónavígslur í Hagkaup og bugaður Teslu-eigandi

10
Innlent

Samlegðaráhrif af sjónmengun þriggja vindmyllugarða við höfuðborgina

Til baka

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

„Þetta er komið út fyrir allan þjófabálk,“ segir hann.

Egill Helgason
Egill HelgasonVill að Íslendingar láti til sín taka.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í viðtali í gær að Bandaríkin myndu „100%“ innlima Grænland og sagðist ekki útiloka að beita hervaldi.

Agli Helgasyni fjölmiðlamanni er nóg boðið og vill að Íslendinga láti í sér heyra.

„Þetta er komið út fyrir allan þjófabálk - að hafa í sífelldum hótunum við friðsælt, vita meinlaust, vinveitt lýðræðisríki. Jafnvel að senda á það herlið,“ segir Egill á Facebook.

„Við Íslendingar getum heldur ekki sætt okkur við þessa framkomu gagnvart vinum okkar á Grænlandi.“

Fjölmargir taka undir með Agli.

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður VG, gagnrýnir stuðningsleysi Norðurlandanna.

„Forsætisráðherrar Norðurlandanna og pólitísk forystusveit þeirra mætti vera mun skýrari í stuðningi sínum við Grænlendinga og heimsækja landið heim í þeim tilgangi að sýna þeim stuðning,“ segir hann.

„Af hverju hefur íslenska ríkissstjórnin ekki heimsótt Grænland og lýst yfir stuðningi við það?“ spyr Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur.

Donald Trump sagði í gær að honum væri sama hvaða skilaboð það myndi færa að taka yfir Grænland. „Ég hugsa ekki um það. Mér er í rauninni alveg sama. Grænland er allt öðruvísi mál. Þetta er alþjóðlegur friður. Alþjóðlegur friður og styrkur.“ Hann heldur því fram að innlimun Grænlands í Bandaríkin sé nauðsynleg vegna skipasiglinga Rússa og Kínverja í norðurhöfum.

Ríkisstjórn Íslands hefur talað varlega um aðfarir Bandaríkjanna að Grænlandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði þó í gær að heimsókn JD Vance til Grænlands væri „frekar dapurleg“. „Það verður aldrei nógu oft sagt að það á virða fullveldi ríkja. Það á að virða alþjóðalög,“ sagði hún við RÚV.

„Dan­mörk og Græn­land eru í nor­rænu fjöl­skyld­unni. Líkt og Ísland og önn­ur Norður­lönd er allt ríki Dan­merk­ur hluti af NATO, þar sem banda­menn vinna þétt sam­an við að styrkja ör­yggi á Norður­slóðum. Gagn­kvæm virðing og sam­vinna banda­manna er eina leiðin fram á við,“ skrifaði hún á samfélagsmiðlinum X, sem er í eigu Elons Musk, stuðningsmanns og samstarfsmanns Trumps.

Trump virðist ekki hafa tekið það til sín. Sama dag sagðist hann ekki útiloka að beita hervaldi til að komast yfir Grænland.


Komment


Reykjanesskagi skjálftar
Innlent

Stórir skjálftar og kvikugangur á hreyfingu

AFP__20250221__36YC6PQ__v1__HighRes__UsCrimeInsuranceHealthcareCourtMagione
Heimur

Dómsmálaráðherra krefst dauðarefsingar yfir Luigi Mangione

Löggan
Innlent

Þrír slasaðir eftir rútuárekstur í miðborginni

Emmerson Mnangagwa forseti
Heimur

Tugir handteknir í Simbabve fyrir mótmæli

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður Morgunblaðsins
Innlent

Blaðamenn Morgunblaðsins tókust á um Sjálfstæðisflokkinn

IMG_0478
Innlent

Félagið Ísland-Palestína fundaði með Þorgerði Katrínu

gabb
Innlent

Aprílgöbb dagsins: Tréfættur kettlingur, hjónavígslur í Hagkaup og bugaður Teslu-eigandi

Gos grindavík
Innlent

Kvikugangurinn aldrei verið lengri