
Nýir koffínpúðar valda áhyggjum í íslensku samfélagi og alls óvíst er hvaða reglur gilda um nýja koffínpúða sem eru til dæmis markaðssettir á samfélagsmiðlum og beint að ungu fólki.
Þróunin þessi vekur áhyggjur hjá embætti landlæknis, en vörur er innihalda mikið af koffíni eru heilsuspillandi fyrir börn, en þetta kom fyrst fram á RÚV.
Kemur fram að embætti landlæknis hefur líst yfir miklum áhyggjum vegna aukinnar neyslu barna og ungmenna á koffínblönduðum orkudrykkjum.
Nú er komin ný vara á markað, koffínpúðar; en í einum púða getur verið að finna meira magn af koffíni en í heilli orkudrykkjadós.
Ljóst er að sterka koffínblandaða orkudrykki má einungis selja til fullorðinna og er það bannað með öllu að selja þessar vörur einstaklingum sem eru undir 18 ára aldri.
Í nýjum ráðleggingum landlæknis um mataræði fólks er sérstaklega mikið varað við neyslu barna og ungmenna á koffínblönduðum vörum.
Hins vegar eru koffínpúðarnir nýir á Íslandi og því er enn ekki ljóst hvaða reglur gilda um þá.
Komment