
Í dagbók lögreglunnar frá því í gærkvöld og nótt er greint frá því að lögreglan hafi fengið tilkynningu um tvo aðila sem sváfu í anddyri húsnæðis. Þeir voru beðnir um að fara af lögreglu og hlýddu þeir fyrirmælunum.
Ölvunarpóstur var settur upp af lögreglu og reyndust allir ökumenn í lagi. Það voru hins vegar tveir teknir við hefðbundið eftirlit á öðrum stöðum fyrir að keyra undir áhrifum áfengi og þá var einn sem var mögulega að keyra undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynnt var um eld úti á bekk. Kom í ljós að kveikt hafði verið í rusli undir bekknum. Enginn eldur var er lögregla kom á vettvang.
Ökumaður og farþegi reyndu að flýja lögreglu er þeir sinntu umferðareftirliti. Báðir aðilar náðust. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna.
Þá fékk lögreglan tilkynningu um líkamsárás á skemmtistað en ekki liggja fleiri upplýsingar fyrir um málið.
Komment