
Einn helsti og auðugasti stuðnings- og samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta sagði í dag að aðalráðgjafi Trumps í viðskiptamálum væri „sannkallaður fáviti“.
Þetta gerist í kjölfarið á því að Musk hefur tekið afstöðu gegn háum tollum sem Bandaríkjaforseti hefur lagt á öll viðskiptalönd.
Ráðgjafinn, Peter Navarro, lýsti Tesla sem „ekki bílaframleiðanda“ heldur „aðila sem setur saman bíla“. Þannig vísaði hann til þess að Tesla flytti inn stóran hluta af varahlutum sem bílarnir samanstanda af. Sagði Musk að Navarro væri „heimskari en poki af múrsteinum“. „Hann hefur ekki byggt skít,“ sagði Musk í færslu á X, sem hann eyddi síðan.
Peter Navarro er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, sem Musk segir að sé „slæmur hlutur, en ekki góður hlutur“.
Umræðan snýst að hluta um hvort háir tollar Trumps á öll lönd séu hluti af samningatækni, og geti því breyst, eða ekki.
Komment