
12 gista fangaklefa lögreglu85 mál voru skráð hjá lögreglu.
Mynd: Garðabær
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að óskað hafi verið eftir aðstoð vegna hnupls úr verslun.
Aðili var handtekinn á Seltjarnarnesi og var vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla.
Þrír einstaklingar vour handteknir í miðbænum vegna slagsmála, einn var vistaður í fangaklefa en skýrsla tekin af hinum tveim og að því loknu var þeim sleppt.
Ölvaður var ökumaður stöðvaður í Garðabæ, maðurinn var með tvö börn í bifreið sinni þegar hann var stöðvaður. Málið var afgreitt með aðkomu barnaverndar.
Tilkynnt var um þjóf sem var að stela munum fyrir utan hús í Grafarvogi.
Víðáttuölvaður ökumaður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa ekið upp á gangstétt. Ökumaðurinn var vistaður í fangaklefa.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment