
Í dagbók lögreglu frá því í dag er sagt frá því að bíll hafði stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu af því að farþegi í bílnum hélt á ungabarni og má ökumaðurinn eiga von á sekt.
Þá var lögregla kölluð til vegna aðila sem neitaði að yfirgefa húsnæði. Viðkomandi gekk á brott eftir samtal við lögreglu. Tilkynnt var um umferðarslys þar sem bifreið var ekið á ökumann rafskútu. Engar skemmdir eru á bifreiðinni en ökumaður rafskútunnar var fluttur á slysadeild til skoðunar.
Nokkrir einstaklingar voru gripnir við þjófnað úr matvöruverslun og þá var tilkynnt um innbrot í vinnuskúra.
Lögreglan fékk tilkynningu um umferðarslys þar sem tvær bifreiðar rákust saman. Minni háttar meiðsli eru á ökumanni annarrar bifreiðar en lítið tjón á bifreiðunum.
Komment