
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að tveir einstaklingar hafi verið handteknir á vettvangi eftir húsbrot og eru þeir vistaðir í fangaklefa þar til rennur af þeim viman og hægt verður að taka af þeim skýrslu.
Tilkynnt var um ölvaðan einstakling sem svaf ölvunarsvefni í stigahúsi fjölbýlishúss.
Höfð voru afskipti af einstaklingi en tilkynnt hafði verið um hann sparkandi í bifreiðar. Einstaklingurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til frekari viðræðna. Á lögreglustöðinni fór einstaklingurinn að hafa í hótunum við lögreglumenn og var hann í kjölfarið vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.
Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslunarhúsnæði en þar innandyra var einstaklingur sem neitaði að fara eftir að búið var að loka húsnæðinu.
Komment