
Fjögur börn eru meðal 25 óbreyttra borgara sem drepnir voru í loftárásum Bandaríkjanna í Jemen á sjö dögum.
Að minnsta kosti 25 óbreyttir borgarar, þar á meðal fjögur börn, hafa verið drepnir í viku af loftárásum Bandaríkjanna í Jemen, samkvæmt Yemen Data Project. Greinir verkefnið frá því að þetta hafi verið „mesta og mannskæðasta vika loftárása síðan síðustu mánuðir stríðsreksturs Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í janúar 2022.“
Að minnsta kosti 28 borgarar til viðbótar slösuðust í 38 loftárásum sem voru framkvæmdar á sjö dögum, samkvæmt óháða gagnasöfnunarverkefninu.
Mannskæðasta árásin átti sér stað 16. mars í Saada, í Qahzah As Safra-héraði, þar sem 10 óbreyttir borgarar létust, þar á meðal fjögur börn.
„Ellefu borgarar til viðbótar særðust, þar á meðal tvö börn,“ bætti Yemen Data Project við.
Fleiri voru drepnir í fyrstu viku nýrrar hernaðaraðgerðar Bandaríkjanna en í tólf mánuðum af loftárásum Bandaríkjanna og Bretlands frá janúar 2024 til janúar þessa árs, að því er hópurinn greinir frá.
Al Jazeera sagði frá málinu.
Komment