1
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

2
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

3
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

4
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

5
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

6
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

7
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

8
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

9
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

10
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Til baka

Jón Trausti Reynisson

Jón Trausti Reynisson höfundarmynd

Fjórar ástæður fyrir því að Ísland hætti í Eurovision

Eitthvað breyttist á laugardaginn sem getur breytt okkur öllum ef ekkert verður gert.

Ísrael Eurovision
Flaggað í BaselÍsraelskir stuðningsmenn á laugardag.
Mynd: AFP

Þrátt fyrir áskoranir um sniðgöngu horfði ég á Eurovision á laugardag. Ein ástæðan var að mér þótti ekki sannfærandi að láta Ísrael ráða vali fólks um að horfa á allar hinar þjóðirnar keppa eða ekki.

Núna hafa forsendur breyst. Það eru komnar fram skýrari ástæður fyrir því að það sé erfitt fyrir sæmilega siðlega, réttsýna og friðsama þjóð, eða sjónvarpsstöð, að réttlæta að taka þátt í keppninni að óbreyttu.

1. Þöggun

Staðan breyttist á föstudag þegar yfirstjórn Sambands evrópskra sjónvarpstöðva hótaði spænska ríkissjónvarpinu, RTVE, sektum ef spænsku þulirnir skyldu nefna fjöldamorð ísraelska hersins í Gaza, eins og þeir gerðu í undankeppninni. Þöggunin á hvers kyns skilaboðum gegn þjóðarmorði er ekki ný, en þetta þýðir að aðstandendur Eurovision beita virkri þöggun til að framfylgja jákvæðri ímynd Ísraels. Það er annað en einfaldlega að heimila Ísrael að taka þátt þrátt fyrir yfirstandandi fjöldamorð ísraelska ríkisins. Íslensku Eurovision-kynnarnir gerðu sitt besta til að vera jákvæð og forðast að brjóta reglurnar.

2. Fölsun

Aðstandendur Eurovision tóku stór skref í að falsa veruleikann þegar þeir spiluðu upptökur af fagnaðarlátum yfir baul viðstaddra í tónleikahöllinni í Basel. Það er sömuleiðis ákvörðun sem er eðlisólík því að leyfa Ísrael að taka þátt á meðan her landsins drap hundrað manns. Meðvituð fölsun, eins og þöggun, er virk aðgerð, sem leiðir vissa aðild yfir öll þau sem taka þátt í viðburðinum, með eða án þeirra vilja.

3. Svindl

Ísrael komst nálægt því að vinna. Eflaust eru veikustu rökin fyrir því að eitthvað hafi verið gruggugt við atkvæðagreiðslu almennings í Eurovision, að halda því fram að ísraelska lagið hafi auðheyranlega verið í besta falli sæmilegt. Um það gildir smekkur hvers og eins.

Atkvæðagreiðslan minnti á þegar margir Íslendingar urðu skyndilega hugfangnir af Heru Björk og lagi hennar, Scared of Heights, þegar þjóðin stóð andspænis því að velja milli hennar og palestínsks söngvara, Bashar Murad, með lagið Wild West. Lagið fékk síðan 3 stig í undankeppni Eurovision og varð síðast allra í keppninni.

Dagana fyrir Eurovision mátti sjá Íslendinga í Stjórnmálaspjallinu á Facebook, sem verður að teljast vettvangur jaðarskoðana, lýsa því hversu frábært ísraelska lagið væri.

Margt er að lágmarki grunsamlegt við kosninguna í ár, eins og íslensku kosninguna í fyrra, sem hlýtur að vekja réttmætar efasemdir þegar ríkið með eina fremstu leyniþjónustu heimsins þarf sárlega á meðtekningu heimsins að halda.

Síðan eru til mælikvarðar. Ef ísraelska lagið var raunverulega af fullum verðleikum það lag sem langflest stig fengi hjá almenningi, hlyti það væntanlega að endurspeglast í spilunum á Spotify? Í Viral 50 - Global, sem sýnir þau nýju lög sem vinsælust eru á hverjum degi, má í dag finna lag Austurríkis, Eistlands, Þýskalands og Íslands í topp 7 sætunum. Svissneska lagið er síðan í 10. Litháíska lagið í 11 sæti. Í tólfta er það sænska. Loksins í því 15. kemur ísraelska lagið, það sem var langvinsælast allra laga á laugardaginn, ef kosningin var réttmæt.

Áframhaldandi þátttaka í Eurovision felur þá um leið í sér að samþykkja kosningar sem að lágmarki líta ekki út fyrir að geta verið lögmætar eða réttmætar.

4. Hræsni

Ein ástæða lá fyrir strax í upphafi, þegar Ísrael sendi einstakling í keppnina með tilvísun í beina reynslu af því versta sem komið hefur frá Palestínu í allri deilunni við Ísrael, og lagatexta með tilvísun í þjáninguna. Keppandinn hafði lifað af árás Hamas á tónlistarhátið 7. október 2023.

En þegar á reynir að ekki er frelsi til að ræða þjóðarmorðið, fjöldamorðið eða hvað fólk velur að kalla stöðugt dráp á almennum borgurum á einu landsvæði og af einu þjóðerni, heldur megi eingöngu beina athygli að, og það aðeins jákvæðri, almennum borgara frá Ísrael sem lifði af ljótustu árás Palestínumanna, er búið að innleiða tvískinnung og hræsni. Þá eru tvöföld viðmið, eitt fyrir Ísrael, og annað fyrir Palestínu og restina af heiminum.

Auðvitað væri best ef Ísrael sæi að sér og ákvæði að taka ekki þátt á meðan ástandið er svona. En ísraelsk yfirvöld vilja umfram allt samþykkið.

Af þessum fjórum ástæðum verður að teljast að það breytir ríkjandi viðmiðum Íslendinga mikið að velja að taka áfram þátt. Og hver veit nema það breyti einhverju fyrir heiminn, en fyrsta skrefið er að koma í veg fyrir að við breytumst til verri vegar með því að blessa þetta allt. Þetta er orðið svo mikið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

Hið 69 ára söngvaskáld hefur sjaldan haft jafn mikið í bígerð.
Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Leiðari

Það sem Kristrún segir ekki
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Það sem Kristrún segir ekki

Við stöndum á flekaskilum. Framtíð okkar getur ráðist af því sem ekki má ræða.
Þjóðarklofningur
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þjóðarklofningur

Fjórar ástæður fyrir því að Ísland hætti í Eurovision
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Fjórar ástæður fyrir því að Ísland hætti í Eurovision

Þegar mesti málsvari jaðarsettra mætti Trump og Jordan Peterson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þegar mesti málsvari jaðarsettra mætti Trump og Jordan Peterson

Þeir sem þröngva sér ofan á aðra
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þeir sem þröngva sér ofan á aðra

Loka auglýsingu