Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tveir ökumenn hafi verið handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Tilkynnt var um menn að kveikja eld við Hallgrímskirkju. Engan eld að sjá þegar lögreglu bar að og líklega hafði fólk kveikt á fljúgandi ljóskeri sem sást svífa yfir.
Lögreglu var tilkynnt um öskrandi mann á svölum fjölbýlis í Breiðholti. Maðurinn reyndist vera óvelkominn í íbúðinni og var að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Þarna hafði kviknað í bökunarofni og tókst íbúum að slökkva eldinn.
Umferðarslys var tilkynnt í Mosfellsbæ. Engin slys á fólki en tvær bifreiðar óökufærar eftir.
Grunsamlegar mannaferðir voru tilkynntar í Grafarvogi. Talað um menn að sniglast í kringum verkstæði.
Komment