
Svar Donalds Trump Bandaríkjafroseta við mótmælum milljóna Bandaríkjamanna gegn valdsækni hans, undir slagorðinu No Kings, er að senda frá sér gervigreindarmyndbönd af honum sem konungi.
Í öðru þeirra sem hann og varaforsetinn, JD Vance, birta, setur hann á sig kórónu og leiðtogar Demókrataflokksins krjúpa fyrir honum.
Í hinu, sem gengur aðeins lengra, er Trump með kórónu í herþotu að gera loftárásir á mótmælendur með brúnni drullu.
Meðal þess sem mótmælendur eru ósáttir við er aukin valdsækni forsetans og ómannúðleg valdbeiting gegn innflytjendum með nýrri alríkislögreglusveit Trumps, ICE.
Svar leiðtoga Repúblikana-flokksins hefur verið að tengja mótmælendur við andfasíska slagorðið Antifa, sem þeir segja að sé merki hryðjuverkamanna.
Komment