1
Innlent

Prófessor segir „rógi“ og „níði“ hafa verið dreift innan Háskóla Íslands

2
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

3
Innlent

Hödd hrygg yfir viðbrögðum vegna máls Ásthildar Lóu

4
Skoðun

Þeir sem þröngva sér ofan á aðra

5
Fólk

Anna segir allt stefna í almenna herkvaðningu á Íslandi

6
Heimur

Maður ákærður fyrir að setja ofurlím í drykk samstarfskonu sinnar

7
Innlent

Björgunarsveitir sendar út til bjargar manni á Eyjafjallajökli

8
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

9
Innlent

Lögreglan rannsakar rán og líkamsárás ungmenna

10
Heimur

Týndu sjúkraflutningamennirnir á Gaza teknir af lífi að sögn vitna

Til baka

Frambjóðandi til rektors svaraði fyrir plastbarkamálið

Rektorsframbjóðandi spurður af siðfræðingi. Hræðsla við umræðu.

Magnús Karl Magnússon
Magnús Karl MagnússonKosningu til rektors lýkur á morgun og þar er Magnús Karl annar tveggja frambjóðenda.
Mynd: Háskóli Íslands

Magnús Karl Magnússon rektorsframbjóðandi var með opinn fund á Þjóðminjasafninu í gær en tilgangurinn fundarins var að ræða málefni sem brenna á háskólafólki. Þar var Magnús Karl þráspurður um plastbarkamálið. Magnús er annar af tveimur frambjóðendur sem komnir eru í lokaumferð í rekstorskjöri við Háskóla Íslands, en hinn er Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur.

Í fyrri hluta fundarins fór Magnús Karl með tölu og var með kynningu upp á töflu um sín baráttumál en tók síðan við spurningum úr sal. Meðal þeirra sem spurðu Magnús Karl spurninga var Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur, en hún spurði hann út í hið svokallaða plastbarkamál.

Uppfært: Í upphaflegri frétt kom fram að læknadeild Háskóla Íslands, undir forsæti Magnúsar Karls, hefði komist að þeirri niðurstöðu að „ekki þyrfti væri að rannsaka“ plastbarkamálið frekar á fundi sínum 2016. Var það tilvitnun í frétt frá þeim tíma. Rétt er að taka fram að deildin hvatti til rannsóknar en taldi rétt að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar í Svíþjóð. Í athugasemd frá Magnúsi Karli kemur fram að einhugur hafi verið um rannsókn á fundi læknadeildar, en ágreiningur um aðferðafræði. Afstaða Læknadeildar og HÍ hafi verið sú að styðja með öllum ráðum rannsókn á málinu og að deildin studdi eindregið skipan sjálfstæðra nefnda til að upplýsa málið. Þá hafi mörgum öngum málsins verið vísað til rektors, enda sneri málið að samstarfsmanni stjórnar læknadeildar. Árið 2017 kom síðan út skýrsla rannsóknarnefndar sem skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans. Í tilvísun í eldri frétt um fund læknadeildar 2016 skorti þetta samhengi og ekki kom fram yfirlýstur stuðningur deildar hans við að rannsókn færi fram á málinu. Magnús Karl er beðinn velvirðingar á því.

Blandaðist inn í plastbarkamálið

Magnús Karl er einn þeirra sem voru í hringiðu plastbarkamálsins svokallaða. Umræðan hefur haldið áfram. Málið hófst með því að plastbarki var græddur í Andemariam Beyene, sjúkling af Landspítalanum, í tilraunaskyni 2011, en hann lést síðar kvalarfullum dauðdaga. Sá sem leiddi tilraunaaðgerðirnar, ítalski læknirinn Paolo Macchiarini, hefur reynst hafa beitt margvíslegum blekkingum í starfi og einkalífi. Hann var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraunaaðgerðir sínar í Svíþjóð. Lögmaður ekkju Andemariams, Sigurður G. Guðjónsson, hefur viljað beina spjótum sínum að íslenskum læknum sem komu að málinu. Nánar tiltekið Tómasi Guðbjartssyni, lækni og vini Magnúsar Karls, sem framkvæmdi aðgerð undir handleiðslu Macchiarinis. Læknadeild HÍ, þar sem Magnús Karl var deildarforseti, komst að þeirri niðurstöðu 2016 að læknadeildin, en styðja þó „með öllum ráðum rannsókn á ásökunum“. Síðar komu fram upplýsingar um svikavef Macchiarinis.

Lærdómur plastbarkamálsins

Spurning Ástríðar Stefánsdóttur snéri að innviðum í sambandi við vísindasiðfræði, vanfjármögnun á mikilvægum stofnunum, eins og Siðfræðistofnun. Þá talaði hún einnig um að nefndir hefðu verið stofnaðar á sínum tíma til þess að nýta umræðurnar sem sköpuðust í kjölfar Plastbarkamálsins til að skerpa á tilteknum þáttum, en að lítið sem ekkert hefði þó breyst. Ástríður sagði að þegar Plastbarkamálið hefði komið upp hefði hún og Magnús bæði fundið fyrir því hversu veikir innviðirnir hefðu verið til að takast á við málið.
Magnús Karl sagði í svari sínu að Vísindasiðanefnd heilbrigðisrannsókna sem stundaði einhvers konar forvarnir og væri í ágætis standi. „En hinn endinn er á að þegar eitthvað kemur upp, þá höfum við ekki góðan mekkanisma,“ bætti hann við. Sagðist hann „sannarlega“ vera til í að vinna í því að bæta þann mekkanisma.

„Svartur blettur á sögu Háskólans“

Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í siðfræði og fyrrum stjórnarformaður Siðfræðistofnunnar, spurði Magnús Karl einnig út í Plastbarkamálið. Spurði hann rektorsframbjóðandann hvaða lærdóm hann dragi úr málinu, hvort hann telji að hann hefði átt að gera eitthvað öðruvísi og þá jafnvel hvort hann hefði átt að víkja sem deildarforseti vegna tengsla hans við málið. Þá spurði hann einnig út í málþing sem haldið var í Háskóla Íslands 2012 um plastbarkaaðgerðina, en Vilhjálmur sagði að það málþing hefði verið „eftir á að hyggja, svartur blettur á sögu Háskólans“. Bætti hann við að það væri ekki hægt að finna neitt um málþingið, hvergi sé hægt að lesa um það hverjir komu þar fram né annað sem snýr að þinginu. Velti hann því fyrir sér hvort efnið hefði verið fjarlægt.
Magnús Karl svaraði Vilhjálmi varðandi hæfni sína til að gegna starfi deildarforstjóra læknadeildar, að þá hafi málið verið rætt á þeim lýðræðislega vettvangi sem læknadeildin hefur, á deildarþingi, sem hafi verið fjölmennt. Þar hafi verið líflegar umræður. Fólk hafi ekki verið sammála í öllu en að endingu hafi niðurstaðan verið sú að um 80 til 90 prósent gesta þingsins töldu þá aðferðarfræði sem stjórn deildarinnar beitti, hafi verið rétt. Hvað varðaði málþingið, benti Magnús Karl málþingið hafi verið haldið ári eftir að plastbarkinn var græddur á fyrsta sjúklinginn en að þá hafi ekki verið minnsti grunur í vísindasamfélaginu í heild, um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.

Niðurstaða rannsóknarnefndar um plastabarkamálið var að „ekki [hafi verið] komin fram sönnun um það að fyrirsvarsmönnum Háskóla Íslands hafi mátt vera ljóst að lagalegir og siðferðilegir annmarkar hefðu verið á vísindaaðgerð þeirri sem Andemariam undirgekkst í Svíþjóð þegar ákveðið var að halda málþingið á Íslandi.“

Ótti við umræðu

Hvað varðaði það hvort Magnús dragi einhvern lærdóm af málinu sagði hann að hann hefði kannski ekki átt að stýra deildarþinginu, sem deildarforseti. „Auðvitað þurfum við sem stjórnendur að vera tilbúnir að horfa í baksýnisspegilinn,“ svaraði Magnús og bætti við að hann teldi að vísindasamfélagið hefði átt að tala meira eftir á um lærdóma sem hægt væri að draga af málinu. Vilhjálmur bætti því við að hann skynjaði hræðslu í vísindasamfélaginu, að fólk þori ekki að tala um þetta. Þessu samsinnti Magnús Karl og sagði að hann væri einn af þeim fáum sem hefði rætt þetta opinberlega.

Að þessu loknu kvaðst Magnús vilja nú svara spurningum frá öðrum deildum.

Tillögur um umbætur í skýrslu

Samkvæmt heimildum Mannlífs voru undirliggjandi áhyggjur og umræður innan háskólans að aðkoma Magnúsar að plastbarkamálinu yrði honum fjötur um fót.

Magnús segist í samtali við Mannlíf telja óréttmætt að tengja hann við plastbarkamálið með þeim hætti sem gert hefur verið í óljósum ásökunum. Þó þakki hann fyrir að fá að hreinsa loftið.

„Við sem stjórnuðum deildinni á þeim tíma þegar málið kom upp lögðum okkur fram um að taka á því með eins vönduðum og ábyrgum hætti og okkur var unnt. Þar komu einnig að ábyrgð á rannsókn málsins rektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítala og báru þeir einnig lokaábyrgð á að vinna úr niðurstöðu og tillmælum rannsóknarskýrslunnar. Ég ber hins vegar enga ábyrgð á, né hafði ég hafði ég aðkomu að sjálfu plastbarkamálinu, þ.e. því máli sem var til rannsóknar,“ segir hann í samtali við Mannlíf.

Meðal niðurstaðna skýrsluhöfunda var að „afla hefði þurft afla hefði þurft leyfis vísindasiðanefndar fyrir rannsóknum sem gerðar voru á Andemariam á Landspítala í tilefni af skrifum á vísindagrein þeirri sem birt var í Lancet 2011.“

Þá eru lagðar til umbætur.

„Að mati nefndarinnar er það æskilegt að Landspítali óski eftir því við vísindasiðanefnd að útbúið verði leiðbeinandi álit um mörkin á milli gagnarannsókna og vísindarannsókna á mönnum svo ekki leiki vafi á í hvorn flokkinn rannsókn fellur hverju sinni þegar heilbrigðisstarfsmenn Landspítala undirbúa rannsóknaráætlanir sínar,“ sagði í tillögum skýrsluhöfunda.
Hér fyrir neðan má sjá fundinn en þar má meðal annars heyra svör Magnúsar Karls í heild sinni.


Komment


Áslaug Arna2
Fólk

Áslaug Arna sumarleg á nýrri ljósmynd

Gaza
Heimur

Lík 14 heilbrigðisstarfsmanna fundin á Gaza

Trumo-og-Putin.width-800
Heimur

Donald Trump segist vera bálreiður út í Pútín

|
Innlent

Einar Þór minnist Björgvins Gíslasonar sem lést á dögunum

Lögreglan
Innlent

Maður vopnaður hnífi handtekinn

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Fólk

Össur hæðist að Morgunblaði Davíðs Oddssonar

Egill Helgason
Pólitík

Egill segir Íslendinga ekki geta sætt sig við hótanir gegn Grænlandi

rumeysa-ozturk
Heimur

Alríkisdómari stöðvaði brottflutning tyrkneska doktorsnemans tímabundið