1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

9
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

10
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Til baka

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum tilnefndur til verðlauna

Mikill heiður fyrir skólann og starfsfólk hans

Framhaldsskólinn í Vestamannaeyjum
Alltaf gaman að fá tilnefningarEnnþá skemmtilegra er að sigra
Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason/Wikipedia

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna en þau eru veitt árlega fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Sem fyrr verða verðlaun veitt í fjórum flokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennslu, þróunarverkefni og iðn- eða verkmenntun.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg menntaumbótastarfs.

Allar tilnefningar

Skólastarf eða menntaumbætur

Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri fyrir fjölþætt og markvisst þróunarstarf þar sem ríkir lausnamiðað viðhorf og stöðug viðleitni til umbóta. Skólanum er lýst sem lifandi og fjölmenningarlegu lærdómssamfélagi sem eflir réttlætisvitund og virkni nemenda.

Víkurskóli í Reykjavík fyrir skapandi þróunarstarf með áherslu á listir og nýsköpun. Skólinn leggur sérstaka áherslu á samþættingu námsgreina og teymiskennslu, og vinna nemendur ár hvert að fjölmörgum heildstæðum og þverfaglegum viðfangsefnum.

Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar fyrir gróskumikið tónlistarstarf m.a. í samstarfi við listafólk á ólíkum sviðum. Hljómsveitin hefur árum saman staðið að metnaðarfullu tónlistarstarfi sem hefur skilað einstökum árangri.

Kennari

Gunnar Ásgeir Sigurjónsson framhaldsskólakennari á pípulagningabraut Tækniskólans – fyrir einstaka alúð við nemendur og fagmennsku í kennslu.

Hjördís Óladóttir grunnskólakennari við Hrafnagilsskóla – fyrir skapandi og fjölbreytta kennsluhætti og hæfileika til að skapa frjótt, fallegt og örvandi námsumhverfi.

Ingibjörg Jónasdóttir leikskólakennari við leikskólann Rauðhól í Reykjavík – fyrir farsælt brautryðjendastarf við að efla áhuga barna á bókum og lestri.

Laufey Einarsdóttir grunnskólakennari í Sæmundarskóla – fyrir faglega og árangursríka stærðfræðikennslu með Boðorðin okkar í stærðfræði að leiðarljósi.

Örvar Rafn Hlíðdal íþróttakennari við Flóaskóla – fyrir framúrskarandi íþróttakennslu og eftirtektarverðan árangur í starfi. Skólinn hefur meðal annars unnið Skólahreysti tvisvar sinnum þrátt fyrir fámennan nemendahóp.

Þróunarverkefni

Gullin í grenndinni. Samstarfsverkefni leikskólans Álfheima og Vallaskóla á Selfossi um nám úti í náttúrunni sem hefur verið í stöðugri þróun og er nú fastur liður í starfi beggja skólanna.

Íslenskubrú Breiðholts. Samstarfsverkefni allra grunnskóla í Breiðholti sem miðar að því að efla kennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku með markvissu samstarfi kennara skólanna.

Lítil skref á leið til læsis. Samstarfsverkefni leikskólans Grænuvalla og Borgarhólsskóla á Húsavík, þar sem starfsfólk beggja skóla vinnur saman að því að efla málörvun og læsi barna m.a. í samstarfi við sjúkraþjálfara sem metur fínhreyfingar og leiðbeinir eftir þörfum.

Iðn- eða verkmenntun

Fataiðndeild Tækniskólans fyrir metnaðarfulla og faglega kennslu sem byggir á einstaklingsmiðuðu námi og raunverulegum verkefnum sem nemendur leysa á eigin hraða.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fyrir nýstárlega nálgun í námi í málm- og vélstjórnargreinum, þar sem hefðbundnu námi hefur verið umbreytt í verkefna- og atvinnutengt nám.

Unnar Þorsteinn Bjartmarsson grunn- og framhaldsskólakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Vesturlands – fyrir að kveikja áhuga nemenda á öllum aldri á iðn- og verknámi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Draumurinn að hefja útflutning
Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum
Landið

Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“
Myndband
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Loka auglýsingu